is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43794

Titill: 
  • Reynsla fjölskyldumeðlima sjúklinga sem dvelja á gjörgæslu: Fræðileg samantekt á eigindlegum fræðilegum samantektum
  • Titill er á ensku Experience of family members when their relatives stay at the Intensive Care Unit Systematic review of qualitative systematic reviews
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Gjörgæslumeðferð hefur ekki einungis áhrif á sjúklinginn sjálfan heldur getur hún einnig verið streituvaldandi fyrir fjölskyldu hans. Fjölskyldumeðlimir verða oft staðgenglar sjúklinga, sem sökum alvarlegra veikinda eða slysa geta ekki tekið þátt í ákvörðunum um meðferð. Óvissa um framtíð sjúklings vekur jafnframt flóknar tilfinningar.
    Tilgangur og markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að taka saman niðurstöður fyrirliggjandi fræðilegra samantekta eigindlegra rannsókna og rannsókna með blandaðri aðferð og meta gæði þeirra. Með það að markmiði að greina eyður í þekkingu til að þróa leiðbeiningar um samvinnu við fjölskyldumeðlimi fyrir fagaðila gjörgæsludeilda.
    Aðferð: Framkvæmd var fræðileg samantekt á eigindlegum fræðilegum samantektum um þarfir, upplifanir og sjónarhorn fjölskyldumeðlima af gjörgæsludeild. Skoðaðar voru samantektir frá árunum 2017-2023. Notast var við PICOT viðmið við leit rannsókna í gagnagrunnunum Chinal, Ovid, ProQuest, Pubmed, Scopus og Web of Science. Gæði rannsókna voru metin samkvæmt leiðbeiningum Joanna Briggs Institute. Þemu voru unnin með samþættingu niðurstaðna samantektanna.
    Niðurstöður: Alls uppfylltu 12 samantektir inntökuskilyrði og gæðamat. Þær innihéldu samtals 183 rannsóknir frá árunum 1995-2021. Sjö rannsóknanna voru um almenna upplifun fjölskyldumeðlima af gjörgæslu, tvær beindust að lífslokameðferð, tvær voru um upplifanir fjölskyldumeðlima af inngripum til að bæta þeirra líðan og ein var um upplifun af óráði. Alls komu fram fimm þemu við samþættingu niðurstaðnanna: 1. hringiða tilfinninga, 2. gagnkvæm samskipti, 3. að uppfylla þarfir fjölskyldumeðlima, 4. ókunnugt umhverfi og 5. hæfni heilbrigðisstarfsfólks.
    Ályktanir: Samantektin sýndi að dvöl sjúklings á gjörgæsludeild hefur margskonar áhrif á líðan fjölskyldumeðlima þeirra. Niðurstöðurnar sýna að mörg sóknarfæri eru til að bæta verklag og stuðning við fjölskyldumeðlimi sjúklinga á gjörgæsludeild en bætt líðan fjölskyldumeðlima getur bætt líðan sjúklinga bæði meðan á gjörgæsludvöl stendur og eftir útskrift.
    Lykilorð: gjörgæsla, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldumiðuð nálgun, fjölskyldumeðlimir, aðstandendur, þarfir, upplifun, sjónarhorn.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Due to its specificality the Intensive Care Unit (ICU) has multiple effects on both patients and their family members. Family members experience turbulence of mixed emotions due the severity of the patients’ illness and they are often the patients surrogates by providing information about the patient and participating in decision-making.
    Objectives: To identify, evaluate and synthesize findings from systematic reviews of qualitative studies and mixed method studies focusing on the experience, needs and perspectives of families of ICU patients. The aim is to identify gaps in knowledge and to inform development of guidelines for ICU staff, around communication enhancement and improving the relationship between healthcare professionals and family members.
    Methods: Systematic review of existing qualitative systematic reviews regarding the needs, experience, and perspectives from family members after staying in the ICU. A thorough search in various databases was conducted to identify published qualitative reviews published between 2017-2023 (Chinal, Ovid, ProQuest, PubMed, Scopus, and Web of Science) according to PICOT guidelines. JBI critical appraisal tool was used to evaluate the quality of each review. Themes were developed by synthesising the results of the reviews.
    Results: Twelve reviews met the inclusion criteria and quality appraisal. The reviews were conducted from 183 original research from the years 1995-2021. The reviews focused on broad aspects of the ICU stay: general experience (n=7), end-of-life care (n=2), interventions (n=2) and delirium (n=1). Five themes were merged from the results: 1. Turbulence of emotions, 2. Meeting the needs of family members, 3. Reciprocal communication and 5. Reflection and expressions of nurses and other healthcare professionals.
    Conclusion: It is evident that an ICU stay of a loved-one has various effects on the wellbeing of family members. Based on the results there are many opportunities to improve family centred care in the ICU.
    Keywords: Intensive Care Unit, ICU, Critical Care Unit, family nursing, family centred care family members, relatives, needs, experience, perspectives.

Samþykkt: 
  • 3.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra Gunnlaugsdóttir_skemman.jpg3.72 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Þóra Gunnlaugsdóttir_meistaraverkefni_maí_2023_FINAL.pdf767.76 kBLokaður til...02.05.2025HeildartextiPDF