is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43797

Titill: 
  • "Bókasöfn geta verið allt" : Staða almenningsbókasafna á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á stöðu almenningsbókasafna á landsbyggðinni með því að fá innsýn í viðhorf starfsfólks bókasafna til starfseminnar, þróunar hennar og framtíðarsýnar. Þá er áhugavert að sjá hvort þróunin á höfuðborgarsvæðinu frá bókasöfnum í menningarhús hafi einnig orðið úti á landi. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem byggir á viðtölum við sex starfsmenn almenningsbókasafna á landsbyggðinni. Helstu niðurstöður benda til þess að staða
    almenningsbókasafna á landsbyggðinni sé misjöfn. Það sem virðist hafa mest áhrif á stöðu safnanna er hversu mikinn stuðning þau fá frá bæjarstjórnendum og hversu góða aðstöðu þau hafa. Fram kom að á þeim stöðum þar sem stuðningur frá bæjarstjórn er lítill sem
    enginn eru söfnin í of litlu húsnæði. Aðstaða þessara safna kemur í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á þá þjónustu sem fylgir breyttu hlutverki bókasafna. Misjafnt var hver viðmælendum fannst staða safnanna vera í samfélaginu en allir voru þeir sammála um að gott húsnæði skipti miklu máli fyrir starfsemi bókasafna.

Samþykkt: 
  • 3.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MIS RITGERÐ LOKAÚTGÁFA Steinunn Brynja Óðinsdóttir.pdf656,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing SBÓ.pdf184,19 kBLokaðurYfirlýsingPDF