is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43798

Titill: 
  • Popúlismi á Norðurlöndum. Samanburðarrannsókn á viðhorfum kjósenda.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Popúlismi er hugtak sem hefur orðið sífellt meira áberandi í stjórnmálaumfjöllun síðastliðin ár. Í rannsókn þessari voru popúlísk viðhorf á Norðurlöndunum skoðuð út frá viðhorfum til spillingar, hefðbundinnar stjórnmálaþátttöku, málamiðlanna í stjórnmálum og útlendingaandúðar. Rannsóknin byggir á gögnum úr Comparative Study of Electoral Systems. Könnunin var lögð fyrir á árunum 2017-2019 á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa að minnsta kosti einn flokk á stjórnmálaásnum sem ber sterk merki um popúlisma. Markmið rannsóknarinnar var að varpa frekara ljósi á popúlísk stjórnmálaviðhorf á Norðurlöndunum, sér í lagi hvort að minna sé um popúlísk viðhorf á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Jafnframt verði skoðað hvort að það sé hægt að skilgreina einn eða fleiri íslenska stjórnmálaflokka sem popúlíska, eftir samanburð við flokka á Norðurlöndunum. Þá var því einnig spáð að bakgrunnsbreyturnar aldur, kyn og menntun hefðu lægra forspárgildi fyrir popúlísk viðhorf á Íslandi en hinum Norðurlöndunum.
    Niðurstöður sýndu að það er marktækur munur á popúlískum stjórnmála viðhorfum á Íslandi samanborið við Norðurlöndin, sem bendir til þess að minna sé um þau á Íslandi. Jafnframt kom í ljós að samkvæmt viðhorfum kjósenda Flokks fólksins er vel hægt að staðsetja hann meðal popúlískra flokka á Norðurlöndum. Miðflokkurinn virðist líka eiga ágætlega heima í þeim hópi. Píratar eiga ekki fulla samleið með popúlískum flokkum á Norðurlöndunum en virðast þó deila einhverjum andkerfislegum snertiflötum, þ.e. ef útlendingaandúð er ekki notuð til að aðgerðabinda hugtakið popúlisma. Forspárgildi bakgrunnsbreytanna var lægra á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin en það var almennt mun lægra en rannsakandi átti von á.

Samþykkt: 
  • 3.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-RosaBorgGudmundsdottir-02052023.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf121,11 kBLokaðurYfirlýsingPDF