is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43811

Titill: 
 • Stafræn efnismenning: Óáþreifanlegur efnisleiki og lýðræðisleg aðkoma einstaklinga innan stafrænna fyrirbæra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er dreginn fram samanburður á mismunandi nálgunum á stafrænt efni (e. Digital material) og hvernig óáþreifanlegt eðli slíks efnis geri það að verkum að það er gjarnan sett í samhengi við svokallaða afefnisvæðingu (e. Dematerialization) og sem andstæða hins efnislega í almennum skilningi fólks, það er áþreifanleg fyrirbæri, tæki og tól sem það getur snert og hafa áhrif á manneskjuna í daglegu lífi. Horft er til kenninga á sviðum rannsókna á nýmiðlum og hins stafræna og þær settar í samhengi við sögulega þróun viðkomandi fyrirbæra.
  Hugtakið stafræn efnismenning (e. Digital material culture) er sett fram til þess að ná utan um þá samfélagslegu þróun og breytingar sem hafa átt sér stað samhliða aukinni áherslu á stafræna tækni í hversdaglegu lífi samtímafólks. Í ritgerðinni er leitast við að skilgreina þessa nýju efnismenningu og skoða í samhengi mannlegra samskiptahátta í samtímanum, notkunar fólks á stafrænu efni í víðu samhengi og þróunar pólitískra raunveruleika almennings um víða veröld í kjölfar stafrænu byltingarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  A comparative analysis of different strands of thought regarding the concept of digital material and how its non-physical nature has the effect that it is often discussed in the context of various processes of dematerialization as well as an opposite of matter in the understanding of society at large. Theoretical approaches in new media and digital research are discussed and contemplated in relation to the historical evolution of such phenomena.
  The concept of digital material culture is put forth to encapsulate the social development and changes that have taken place in parallel with a greater dependance on digital technology in the everyday of contemporary people.
  This thesis will attempt to define this new material culture or extension of material culture and provide analysis in the context of human communications, various uses of digital material as well as developments of political realities of groups and individuals in the digital age.

Samþykkt: 
 • 4.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stafræn efnismenning - lokautgafa.pdf598.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.MA.pdf197.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF