is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43813

Titill: 
 • ,,Leikvöllurinn stækkar gígantískt": Starfshættir, tækifæri og hindranir við stafræna náms- og starfsráðgjöf í framhaldsfræðslu á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að kanna sýn og starfshætti stafrænnar náms- og starfsráðgjafar í framhaldsfræðslu á Íslandi auk þess að kanna tækifæri og áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Stuðst var við eigindlega aðferðafræði þar sem hálfstöðluð viðtöl voru tekin við náms- og starfsráðgjafa sem starfa innan framhaldsfræðslunnar. Starfshættir og sýn náms- og starfsráðgjafa voru mátuð við fjögur sjónarhorn á hlutverk upplýsingatækni í nám- og starfsráðgjöf og gefa niðurstöðurnar til kynna að þau einkennist af samskiptahæfu sjónarhorni. Þau þemu sem komu fram í umfjöllun um starfshætti og sýn voru samskiptahæf sýn, óformleg endurmenntun og togstreita varðandi ráðgjafarsambandið. Áhersla er á að stafræn náms- og starfsráðgjöf veiti aukið aðgengi að þjónustu sem einkennist af einstaklingssamskiptum. Ráðgjafar sækja sér þekkingu með jafningjafræðslu og áhrif tækni á ráðgjafarsambandið er þeim hugleikið. Þær áskoranir sem stafræn náms- og starfsráðgjöf stendur frammi fyrir eru skortur á þekkingu og björgum auk hugarfarslegra hindrana. Því þarf að tryggja markvissa fræðslu og innviði og hvetja ráðgjafa til að prófa sig áfram á þessum vettvangi.
  Að mati viðmælenda liggja tækifærin í auknu aðgengi fyrir ráðþega, gagnlegu efni og framsækni ráðgjafa. Þar sem tækniþróun gerist hratt verða náms- og ráðgjafar að fylgjast vel með hræringum í faginu til að huga að eigin starfsþróun sem gerir þeim kleift að koma til móts við þarfir ráðþega við nútímanám og -störf. Við þróun á starfrænni náms- og starfsráðgjöf og stefnumótun í málaflokknum er mikilvægt að fjölbreytt sýn á hlutverk upplýsingatækni í náms- og starfsráðgjöf sé höfð í huga. Til að stafræn náms- og starfsráðgjöf megi dafna þarf að vera fyrir hendi skýr forysta, stefnumótun, tryggt fjármagn, þjálfun ráðgjafa og aðkoma notenda að hönnun lausna. Náms- og starfsráðgjafar þekkja sitt hlutverk og eru tilbúnir að inna það af hendi en á þessari stundu er óvíst um hvert framlag stjórnvalda verður.
  Niðurstöður rannsóknarinnar geta gagnast við þróun stafrænnar náms- og starfsráðgjafar og við stefnumótun í málaflokknum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the research is to explore views and practices in digital career counselling in adult education in Iceland as well as explore the opportunities and obstacles it faces. A qualitative research method was used where semi structured interviews were conducted with career counsellors from the adult education environment who have knowledge and experience in the matter. The views and practises of the counsellors were compared to four approaches of the role of information technology in career counselling and the results indicate that they can be classified as a communicative approach. The themes that emerge from the discourse on practices were the communicative approach, informal education, and tension regarding the client relationship. The focus was on increased access to services which are provided on a person-to-person basis. Counsellors gain knowledge through self-studies and peer education, and the client relationship is on the forefront of their mind. The obstacles that digital career counselling faces are lack of knowledge, resources, and mental barriers. Therefore, it is essential to make systematic education and resources available to counsellors as they are encouraged to explore the field. According to the interviewees the advantages in performing digital career counselling are increased access for clients, useful counselling material and increased awareness of counsellors’ role. Since technological changes occur rapidly career counsellors must ensure they thoroughly follow any shifts in the field to foster their professional development. This will enable them to meet the needs of studying or working clients of the future.
  Different approaches to information technology in digital career counselling must be included during the development and policy making of digital career counselling. For digital career counselling to flourish there is a need for clear leadership, policy, secure finances, training of counsellors and the end user must be allowed to participate in the design of tech solutions. For a digital career counselling service to be successful, all stakeholders need to contribute to it. Career counsellors are willing to play their part, but the role of the government is unclear at this moment.
  The results benefit the development of digital career counselling in Iceland and policymaking in the field.

Samþykkt: 
 • 4.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð HR.pdf695.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf196.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF