is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43815

Titill: 
  • "Ég ætlaði að byrja aftur eftir eitt ár en hefur bara ekki tekist það ennþá": Reynsla ungra karla sem horfið hafa frá starfstengdu námi í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn inn í námsferil og reynslu drengja sem horfið hafa frá starfstengdu námi í framhaldsskóla. Sjónum var beint að því hvaða ástæður þeir tilgreina fyrir brotthvarfi og hvaða þættir í þeirra nærumhverfi voru styðjandi. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð, hún byggir á viðtölum við sex unga menn á aldrinum 17−20 ára sem hætt höfðu í starfsnámi og búa á landsbyggðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að námserfiðleikar, einelti og skortur á skuldbindingu spiluðu stóran þátt í því að þeir hurfu frá námi. Bóklegt nám vafðist fyrir þeim. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að stuðningur kennara við nemendur var mikill. Þeir náðu að tengjast kennurum sínum en hefðu þurft beinan stuðning vegna námserfiðleika, aðallega lesblindu. Einelti var einnig áberandi og félagsleg staða í skólanum erfið. Fjölskylduaðstæður drengjanna voru ágætar en þeir höfðu tilhneigingu til að kenna sjálfum sér um hvernig námið fór frekar en stuðningsleysi foreldra. Efnahagslegar aðstæður voru misjafnar og í einhverjum tilvikum höfðu þær áhrif á námið og ýttu þeim út á vinnumarkaðinn. Bóklegt nám virðist draga úr drengjum strax í grunnskóla og verða erfiður hjallur þegar í starfstengt nám er komið í framhaldsskólanum. Þeir hafa lítið sjálfstraust gagnvart bóklegu námi. Þessi hópur virðist þurfa mikinn stuðning varðandi þennan hluta námsins til þess að geta lokið námi. Verklega hluta námsins eru þeir ánægðir með og finnst skemmtilegur. Vonast er til þess að niðurstöður þessarar rannsóknar muni gagnast stjórnvöldum sem nú vinna að mótun skólaþjónustu, skólsasamfélaginu, náms- og starfsráðgjöfum og öðrum sem vinna að því að sporna gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Ljóst er að brotthvarf er langt ferli sem hefst áður en í framhaldsskóla er komið, námserfiðleika þarf að greina snemma og bæta í beina námslega og félagslega íhlutun því viljinn og löngun til að læra er fyrir hendi.

Samþykkt: 
  • 4.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna_Skemman.pdf54.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA ritgerð_FINAL_.pdf585.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna