Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43817
Konum hefur fjölgað í tækni- og verkfræðitengdum greinum síðustu áratugi. Sú aukning er þó hæg og enn þá fáar konur sem skila sér í stjórnunarstöður innan fyrirtækja í slíkum iðnaði. Mögulega hefur lægri þátttaka kvenna í slíkum greinum fráhrindandi áhrif á frekari aðsókn kvenna. Í þessari ritgerð er konum í stjórnunarstöðum í karllægum atvinnugreinum gefið svigrúm til að koma sínum upplifunum á framfæri. Spurningar til þeirra spanna meðal annars menningu, viðhorf, hindranir og væntingar. Niðurstöður rannsóknar eru sérstaklega áhugaverðar. Á meðan þær ýta undir mikilvægi fjölbreytileika gefa þær jafnóðum vísbendingar um kynjaðar staðalímyndir og hlutdræga menningu innan atvinnugreina viðmælenda þar sem konur upplifa sig ítrekað þurfa að sanna eigin hæfni. Niðurstöður benda á mikilvægi tengslanets og hvernig það getur verið til framdráttar þeim sem það hafa. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem fimm kvenkyns viðmælendur tóku þátt og var markmið rannsóknar að heyra upplifanir þeirra í von um að fá dýpri skilning á þeirra reynslu af stjórnunarstöðum í karllægum atvinnugreinum. Vonir voru bundnar við að upplifanir þeirra gætu varpað ljósi á hvers vegna hallar á hlutfall kvenkyns stjórnenda miðað við karlkyns. Viðtalsgögnum var safnað frá febrúar-mars vorið 2023. Niðurstöður sýna að karllæg menning og kynjaðar staðalímyndir eru miklar í starfsumhverfi viðmælenda sem gæti átt þátt í kynjaskekkju innan atvinnugreinanna og stjórnendahópsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
,,Á 90% af fundunum sem ég sit er ég eina konan“ - Guðleif Aþena.pdf | 547.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing Guðleif AÞena.pdf | 15.42 MB | Lokaður | Yfirlýsing |