is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4382

Titill: 
  • Að stíga skrefið. Í nám á nýjan leik að loknu raunfærnimati
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á ástæður sem lægju að baki því að þátttakendur í rannsókninni hurfu frá námi eða hófu ekki nám í framhaldsskóla og hvaða þættir hefðu haft áhrif á að þeir fóru í raunfærnimat í iðngrein og hvort hindranir hafa orðið í vegi þeirra er þeir hófu nám að nýju. Markmið rannsóknarinnar var einnig að skoða þátt náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimatinu og hvaða áhrif ráðgjöf og stuðningur sem veittur var í ferlinu hafði á þátttakendur. Tekin voru sjö hálfopin viðtöl við karlmenn á aldrinum 27 til 47 ára sem fóru í raunfærnimat í iðngrein á fræðslustofnun og eru nú í námi eða hafa lokið sveinsprófi í húsasmíði eða málaraiðn. Einnig var rætt við tvo náms- og starfsráðgjafa sem eru ráðgjafar í raunfærnimatsferlinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að námsörðugleikar, persónulegir erfiðleikar og skortur á stuðningi voru helstu ástæður þess að þátttakendurnir flosnuðu upp úr skóla og áttu í erfiðleikum með að hefja nám að nýju. Helstu hindranir á vegi þeirra við að hefja nám á nýju voru öðru fremur lítil trú á eigin getu og ótti við að mistakast enn og aftur í námi. Löngunin til að klára námið og fá starfsréttindi voru helstu ástæður þess að þeir fóru í raunfærnimat í þeirri iðngrein sem þeir höfðu unnið lengi í. Mikilvægi stuðnings náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimatsferlinu virðist skipta sköpum fyrir þennan hóp sem og hópstuðningur jafningja og hefur úrslitaáhrif á að þeir hefja nám að nýju. Einnig kom í ljós að þátttaka í raunfærnimati gefur einstaklingum með litla formlega menntun aukna möguleika á að hefja nám á nýjan leik og skiptir þátttakan miklu máli fyrir sjálfsmynd þeirra. Þá kom fram að samvinna fræðslustofnana og framhaldsskóla verði að vera meiri til að tryggja eftirfylgni og áframhaldandi stuðning náms- og starfsráðgjafa er í framhaldsskóla er komið.

Samþykkt: 
  • 1.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf_fixed Að stíga skrefið.pdf473.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna