Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43820
Mikil uppsveifla hefur verið í rannsóknum á félagsfræði tónlistar á síðustu áratugum. Með tilkomu Art Worlds eftir Howard Becker fóru fræðimenn að beina áhuga sínum að samstarfi innan hljómsveita þar sem sameiginlegt framlag margra einstaklinga vakti athygli þeirra. Í kjölfarið fóru félagstónlistarfræðingar á borð við Simon Frith að þróa fagurfræðilegar kenningar um tónlist á félagsfræðilegum grundvelli. Þrátt fyrir mikla framþróun á þessu sviði hefur verið skortur á félagsfræðilegum rannsóknum tónlistar á Íslandi. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða samstarf innan íslenskra hljómsveita með hliðsjón af félagsfræðilegum kenningum. Notast var við eigindlega aðferðarfræði en tekin voru fimm hálfstöðluð djúpviðtöl við tónlistarfólk sem á það sameiginlegt að hafa verið hluti af íslenskum hljómsveitum sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi. Eiga þessar hljómsveitir það sameiginlegt að vera hættar samstarfi eða hafa tekið pásu í að minnsta kosti fimm ár. Niðurstöður sýndu fram á að upplifun viðmælenda á hljómsveitarstarfi er að mestu leyti sú sama, óháð kyni. Allir viðmælendur hafa jákvæða reynslu af sínu tónlistarstarfi og er það þakklæti sem einkennir upplifun hvers og eins. Tilfinningatengsl hljómsveitarmeðlima voru mest áberandi í niðurstöðunum. Þrátt fyrir að vera sum hver ekki lengur starfandi þá eru þau vinatengsl sem mynduðust í gegnum samstarfið mjög sterk og eru meðlimir hljómsveitanna ennþá í miklu sambandi. Viðmælendur voru sammála að sú upplifun sem þau höfðu á hljómsveitarstarfinu hafi mótað þau og gert þau að þeim einstaklingum sem þau eru í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Dagbjört Lena.pdf | 422,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing .pdf | 8,88 MB | Lokaður | Yfirlýsing |