Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43825
Í þessari 40 eininga meistararitgerð í þjóðfræði er sjónum beint að upplifun Seyðfirðinga af skriðuföllunum í desember 2020 sem náðu hámarki þegar umfangsmesta aurskriða sem fallið hefur í byggð á Íslandi hrifsaði með sér fjölda húsa og stofnaði lífi og limum þeirra sem á svæðinu voru í hættu. Skriðurnar ollu gríðarlegri eyðileggingu á eignum fólks og safngripum Tækniminjasafns Austurlands og áhrifa þeirra átti eftir að gæta lengi. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum en tekin voru viðtöl við bæjarbúa, viðbragðsaðila og sérfræðinga innan safnageirans. Hluta gagnanna var aflað við vinnu verkefnisins Eyðing og framtíð safns, samfélags og þjóðminja sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2021. Jaðarástand skapaðist þegar heilt bæjarfélag var rýmt og hópkennd einkenndi fyrstu vikurnar. Óttuðust margir stórfellda brottflutninga íbúa úr firðinum en sterk tengsl þeirra við staðinn áttu þátt í að flestir kusu að taka þátt í uppbyggingu bæjarins. Öryggiskennd margra beið þó hnekki og þurftu íbúar að læra að treysta fjöllunum á ný. Frásagnir bæjarbúa af upplifun sinni af skriðunum og eftirmálum þeirra sýna fram á að áfallið fólst ekki eingöngu í atburðunum sjálfum, heldur átti aðkoma ólíkra stofnana einnig þátt í neikvæðum áhrifum á líðan og heilsu íbúanna. Auknar öfgar í veðri sem fylgja loftslagsbreytingum eru líklegar til að valda tíðari náttúruhamförum líkt og aurskriðunum á Seyðisfirði, sem féllu í kjölfar metúrkomu. Því er mikilvægt að varpa ljósi á upplifun og reynslu fólks af slíkum hamförum og eftirmálum þeirra í því skyni að draga lærdóm af þeim og bæta viðbúnað og viðbrögð í kjölfar þeirra.
This 40 ECTS master’s thesis in ethnology focuses on the landslides that hit the town of Seyðisfjörður in December 2020 and the narratives of the inhabitants of the mountainous fjord. The events reached their climax when the most extensive landslide to ever fall in a densely populated area in Iceland seized multiple houses and endangered the lives of those in the area. The landslides caused immense destruction to people’s belongings and to the museum artifacts of the Technical Museum of East Iceland. The research is based on qualitative methods. Interviews were sought with the townspeople, first responders and experts within the museum sector. A part of the data was collected whilst working on a project that received a grant from the Student’s Innovation Fund in the summer of 2021. Liminality set its mark on the evacuation of the whole town which resulted in the development of communitas within the displaced, but tightknit, community. Many feared that, due to the effects of the events, emigration would increase. However, people’s strong place attachment played a part in many people’s wish to stay and help rebuild the ruins. Nonetheless, their sense of security was harmed and some had to learn to trust the mountains again. The narratives of their experiences of the landslides and their aftermath show that the trauma was not only caused by the mudslides themselves. In fact, the involvement of different organizations in some cases had negative effects on the health and wellbeing of the townspeople. Climate change and increasingly extreme weather conditions are likely to result in more frequent natural disasters, such as the landslides in Seyðisfjörður that were caused by record-breaking rainfall. Therefore, it is important to shed light on people’s sense of such disasters and their aftermath, in order to learn from past experiences and enhance preparedness and reaction.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þarna vil ég búa, undir fossinum á túninu.pdf | 1,13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 251,79 kB | Lokaður | Yfirlýsing |