Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43830
Loftslagsmál hafa á síðustu misserum verið í brennidepli í samfélagsumræðunni, bæði hérlendis sem og á alþjóðavísu. Árið 2019 markaði þó tímamót í umræðu um loftslagsváina, þegar milljónir ungmenna í 185 löndum þegar mest var tóku þátt í verkfalli fyrir loftslagið. Innblásin af aktívisma Gretu Thunberg, voru Loftslagsverkföllin ein best heppnaða tilraun til alþjóðlegrar fjöldahreyfingar sem sést hefur í seinni tíð. Íslensk ungmenni létu hreyfinguna ekki fram hjá sér fara, og út árið 2019 tóku þau þátt í vikulegum loftslagsverkföllum á Austurvelli. Markmið þessa verkefnis verður því að skína ljósi á það hvernig alþjóðlegar hreyfingar virka, og þá sérstaklega hvernig áherslur þeirra breytast milli landa, með íslensku loftslagsverkföllin sem dæmi um það. Til þess verða innrömmunaraðferðir hreyfingarinnar sérstaklega skoðaðar, og komist verður að því hvort og hvernig íslenskir aktívistar aðlöguðu áherslur alþjóðlegu hreyfingarinnar að staðbundnu samhengi loftslagsmála á Íslandi. Niðurstöður greiningarinnar leiða í ljós íslenska tilfelli hreyfingarinnar aðlagaði innrömmun alþjóðlegu hreyfingarinnar að litlu leyti að staðbundnu samhengi, þar sem vandamálin sem vísað var til voru fjarlæg, og markmið hreyfingarinnar og framkvæmd þeirra ónákvæm. Enn fremur tók hreyfingin ekki nógu skýra afstöðu gegn aðgerðum stjórnvalda varðandi loftslagsmál, sem leiddi til þess að dregið var úr pólitískum áherslum hreyfingarinnar, en það er þema sem loðir við umhverfishreyfingar í nútímanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 338,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Loftslagsverkföll Lokaeintak.pdf | 512,04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |