is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43848

Titill: 
  • Að aðlaga val sitt og spila leikinn: Verufræðileg greining á þátttöku kvenna í eigin undirskipun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Femínísk hugmyndafræði hefur á undanförnum árum tekið stakkaskiptum með tilkomu nýfrjálshyggju og þeirra félagslegu gilda sem hún boðar. Með aukinni áherslu á frelsi einstaklingsins, í bland við síðfemíníska orðræðu um að jafnréttisbaráttan hafi þegar náð takmarki sínu, verður til hugmyndin um hina nýju frjálsu konu. Henni eru engar skorður settar og er frjáls til að velja hvað sem hana lystir en það misrétti sem enn ríkir í samfélaginu er útskýrt sem afleiðing þess sem konur velja sjálfar. Þátttaka kvenna í eigin undirskipun og hlutgervingu er í auknum mæli framreidd í formi valdeflingar, oftast undir formerkjum valfrelsis.
    Félagsleg verufræði getur hjálpað til við að skilja það verufræðilega landslag sem liggur að baki gildismati okkar og mannskilningi. Við erum ávallt staðsett innan einhvers hugmyndafræðilegs forræðis þegar við veljum eitt fram yfir annað en ómögulegt er að taka ákvarðanir í tómarúmi. Það getur því verið erfitt að streitast gegn því kerfi sem mótaði man en með verufræðilegri byltingu væri hægt að umbreyta hinu verufræðilega landslagi, móta nýjan, sveigjanlegan mannskilning og skapa rými fyrir fleiri valmöguleika.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða úr hvaða samhengi langanir spretta fram og hvernig félagslegt forræði getur haft áhrif á það að kona velji eitt umfram annað. Þá er hugtakið aðlagað val notað til að mótmæla þeirri staðhæfingu að undirskipuð staða kvenna sé siðferðislega réttlætanleg ef þær velja sjálfar að viðhalda henni. Hugtakið er mikilvægt tól til að gagnrýna það þegar konur taka þátt í að viðhalda eigin undirskipun, án þess að gagnrýna konurnar sjálfar. Ætlunin er að sýna fram á það hvernig ríkjandi valdakerfi hefur áhrif á valmöguleika okkar í lífinu og hvernig konur þurfa stundum að aðlaga val sitt að óréttlátu kerfi til að gera sig gildandi í samfélaginu, en mikilvægt er að þetta sé gert af virðingu með gerendahæfni konunnar að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð ÁG Final.pdf487.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf15.48 MBLokaðurYfirlýsingPDF