is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43850

Titill: 
  • Fjárfesting í kínverskum ríkisskuldabréfum: Tækifæri og áskoranir fyrir erlenda fjárfesta
  • Titill er á ensku Investment in Chinese Government Bonds: Opportunities and Challenges for Foreign Investors
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirtektarverður hagvöxtur Kína undanfarin ár og áratugi ásamt Umbóta og opnunarstefnunni (e. Chinese economic reform) hefur dregið athygli erlendra fjárfesta að landinu. Erlendir fjárfestar hafa hins vegar áhyggjur af áreiðanleika upplýsinga frá kínverskum stjórnvöldum og stjórn þeirra á ákveðnum þáttum hagkerfisins eins og verðbólgu, stýringu gjaldmiðilsins og trúverðugleika lánshæfismats. Óvissa í alþjóðlegu efnahagsumhverfi, þar sem þættir eins og Covid-19 og deilur og átök milli landa, hafa leitt til þess að fjárfestar leita sér skjóls í áhættuminni eignum, til dæmis ríkisskuldabréfum. Vegna mikillar aukningar erlendrar fjárfestingar í kínverskum ríkisskuldabréfum er vert að athuga hvort raunverulegur kostur sé til staðar. Markmið ritgerðarinnar er að svara spurningunni hvað skýrir aukinn áhuga erlendra fjárfesta á kínverskum ríkisskuldabréfum?
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ávöxtunarkrafa kínverskra ríkisskuldabréfa hefur haldist stöðug, sem setur bréfin í sterka stöðu gagnvart áhættudreifingu erlendra fjárfesta. Sharpe-hlutfall safns sem inniheldur 10 ára ríkisskuldabréf Bandaríkjanna eða Íslands hækkar ef kínverskum ríkisskuldabréfum er bætt í safnið. Einnig er flökt RMB/USD lítið í samanburði við JPY/USD, EUR/USD, GBP/USD og ISK/USD, en meginástæðu þess má rekja til stýringar Alþýðubanka Kína á gengi RMB. Pólitískir þættir skipta einnig miklu máli þegar hugað er að fjárfestingum í Kína. Nýleg breyting frá núll-Covid stefnu Kína gæti leitt til stöðugra efnahagsumhverfis. Sömuleiðis er vaxandi samband Kína og Rússlands að auka efnahagsleg tækifæri Kína, en á sama tíma getur myndast gjá milli Kína og vesturlandanna, einkum milli Kína og Bandaríkjanna þar sem samband landanna undanfarin ár hefur verið stirt og skapað óvissu fyrir erlenda fjárfesta.
    Fjárfesting í kínverskum ríkisskuldabréfum getur verið aðlaðandi valkostur fyrir erlenda fjárfesta í ljósi vaxtar á skuldabréfamarkaði og breytinga Kína í átt að opnari stefnu. Hins vegar eru líka óvissuþættir, bæði pólitískir og efnahagslegir sem þarf að huga að áður en fjárfest er á markaðnum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristin Bu - Fjarfesting i kinverskum rikisskuldabrefum.pdf1,87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Kristinbu.pdf296,79 kBLokaðurYfirlýsingPDF