is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43853

Titill: 
  • Vefst staðurinn fyrir okkur? Rannsókn á staðsetningu vefstaðarins á Íslandi á víkingaöld og miðöldum út frá kljásteinafundum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er staðsetning kljásteinavefstaðarins á íslenskum bæjum frá víkingaöld og miðöldum rannsökuð og hvaða þýðing staðsetning hans hafði fyrir félagslega stöðu þeirra sem sinntu vefnaðarvinnunni. Tímabilið sem rannsóknin nær til er frá landnámi fram til ársins 1600. Rannsóknin byggir á viðamikilli úttekt á þeim fornleifarannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi frá því seint á 19. öld og til dagsins í dag og hverfist um að kanna hvar kljásteinar hafa fundist á bæjum. Til að styðja við þær kenningar sem lagðar eru fram í þessari rannsókn hefur tilvist og staðsetning kljásteina á bæjarstæðum verið rannsökuð, ásamt könnun á tilvist og staðsetningu annarra tóvinnutengdra gripa málinu til stuðnings. Þær fræðilegu kenningar sem nýttar eru í þessari rannsókn eru rýmisgreining, kynjafræði og hugmyndir um verkaskiptingu á heimilum. Fyrri kenningar fræðafólks um staðsetningu vefstaðarins og kyngreiningu rýma eru kannaðar í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að þær kenningar standist ágætlega þrátt fyrir að þessi rannsókn sé fyrsta tilraunin sem gerð hefur verið til að styðja þær kenningar með fornleifafræðilegum heimildum. Mynstrið sem kljásteinafundirnir sýna fram á er greinilegt yfir allt rannsóknartímabilið. Það sýnir fram á að kljásteinavefstaðurinn hafi verið staðsettur í jarðhýsum og skálum á fyrstu öldum byggðar, en var svo færður inn í rými sem kallað var stofa á miðöldum og fylgir því almennri byggingarþróun bæja á Íslandi ásamt menningarlegri þróun íslensku þjóðarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að nýtast í fornleifarannsóknum framtíðarinnar ásamt því að leggja grunn að frekari rannsóknum á kljásteinavefstaðnum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing-MA.pdf658,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Vefst staðurinn fyrir okkur.pdf4,11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna