is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43855

Titill: 
  • Möguleg æxlun: Möguleikar erótíkur til tengslamyndunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er hluti af lokaverkefni til MA prófs í Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun. Í henni er leitast við að setja sýninguna Möguleg æxlun, sem sett var upp sem hluti af verkefninu, í listfræðilegt og sögulegt samhengi. Einnig er það markmið höfundar að gera grein fyrir þeirri hugmynda- og aðferðafræði sem stuðst var við í ferlinu, í þeim tilgangi að gera grein fyrir eigin nálgun að sýningargerð almennt. Sýningin var unnin í samstarfi við Brák Jónsdóttur listamann og á henni var hefðbundnum hugmyndum um mökun og æxlun ögrað. Í þeim tilgangi að kanna möguleika erótíkur og myndlistar til að yfirstíga tvíhyggjuhugsun og hafa áhrif á tengslamyndun mannverunnar við umhverfi sitt og þær verur sem það byggja.
    Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er fjallað um þá hugmyndafræði sem sýningin byggir á. Sú umfjöllun styðst hvað helst við umfjöllun bókmenntafræðingsins Ursula K. Heise, um vistgagnrýni og þróun hennar. Þar að auki er umfjöllunin byggð á skrifum Donnu Haraway um tengslamyndun í meira en mennskum heimum. Ásamt fyrirbærafræðilegum hugmyndum Guðbjargar R. Jóhannesdóttur um fegurð og landslag sem tengdar eru við eiginleika erótíkur. Annar megin kafli ritgerðarinnar snýr að aðferðafræði, þar sem lögð er áhersla á umhyggju í sýningargerð. Í þessum kafla styðst ég einna helst við ólíka texta úr bókinni Radicalizing Care: Feminis and Queer Activism in Curating sem ritstýrt er af Elke Krasny, Sophie Lingg, Lena Fritsch, Birgit Bosold og Vera Hofmann.
    Í þriðja og síðasta kaflanum er gerð grein fyrir því hvernig unnið var með þær hugmyndir sem fjallað var um í köflunum á undan, út frá þeim rannsóknarspurningum sem lagt var upp með. Teknar verða saman niðurstöður og sýningin Möguleg æxlun rædd í þessu heildarsamhengi. Þessi umfjöllun mun varpa ljósi á það hvernig óhugnaður og erótík eru virkjuð á sýningunni í þeim tilgangi að hafa áhrif á heildarskynjun gesta af umhverfinu í Vatnsmýrinni. Í þeirri von að þau áhrif verði til þess að gestirnir líti inn á við og endurskoði sínar eigin forsendur fyrir tengslamyndun.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mögulegæxlun.mpeg46,47 MBOpinnViðaukiMPEG VideoSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf307,85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Möguleg-æxlun.pdf7,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna