is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43857

Titill: 
  • ,,Ég þori enn að mæta á þorrablótið.“ Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitastjórnum. Mikil endurnýjun hefur verið í þessum hópi en í sveitarstjórnarkosningunum 2018 mældist hún um 59%. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari miklu endurnýjun eða er hún til marks um eðlilega endurnýjun og heilbrigt lýðræði í bæjar- og sveitarstjórnum? Staðreyndin er sú að með fámennri og brothættri stjórnsýslu sveitarfélaga og mikilli veltu í hópi bæjar- og sveitarstjóra er mikil endurnýjun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum áhyggjuefni og dregur úr afkastagetu og skilvirkni sveitarstjórnarstigsins. Sveitarfélögin hafa yfir mikilvægum málaflokkum að ráða í nærumhverfi fólks og verkefnum þeirra fer fjölgandi. Markmið þessarar rannsóknar eru að kanna hverjar starfsaðstæður sveitarstjórnarfólks eru og draga fram hvað við vitum um þær.
    Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. Case study) og er rannsóknaraðferðin eigindleg þar sem gagna var aflað með djúpviðtölum við kjörna fulltrúa í þremur ólíkum sveitarfélögum um landið á kjörímabilinu 2018 til 2022. Dregin voru fram þemu með viðtölunum, helstu verkefni bæjarfulltrúa, vinnutími, orlof, vinnuaðstaða, álag og álag tengt samfélagsmiðlum, undirbúningur og fræðsla, stuðningur, samskipti og samspil stjórnsýslu og sveitarstjórnarfulltrúa, samskipti minni- og meirihluti í bæjar- eða sveitarstjórn, loks samspil vinnu, stjórnmálaþátttöku og fjölskyldulífs.
    Helstu niðurstöður eru að kjörnir fulltrúar vinna mikið fyrir sína bæjar- eða sveitarstjórn. Þeir eru undir álagi og ríkar kröfur eru gerðar til þeirra um að miðla því sem þeir eru að sinna. Þeir þurfa ávallt að vera til taks til að svara fyrir sín störf hvort sem er á samfélagsmiðlum eða í opinberu rými og þurfa helst að koma sér fljótlega upp þykkum skrápi eigi þeir að þrauka í hlutverki sínu. Þeir óska eftir skipulagðari og betri fræðslu og að skýrari mörk séu dregin milli stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal einkenna íslenska sveitarstjórnarstigsins er að kjörnir fulltrúar eru yngri og er kynjahlutfall jafnara en í löndunum í kringum okkur. Þá einkennir helst íslenska sveitarstjórnarstigið að kjörnir fulltrúar eru leikmenn í miklum meirihluta, það er hafa annað starf að auki. Til ýmissa aðgerða er hægt að grípa til strax til að bæta starfsumhverfi kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Opinber stjórnsýsla_ritgerðin_Sæunn_Stefánsdóttir.pdf679.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Sæunn_undirritad.pdf886.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF