is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43859

Titill: 
  • "Líf vort er ófullkomið án vina". Samvinna sveitarfélaga og greining á samningum sveitarfélaga um samvinnu
  • Titill er á ensku "We cannot have a perfect life without friends“ Cooperation of municipalities and an analysis of contracts on the subject
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samvinnu sveitarfélaga. En lögð er áhersla á samninga um samvinnu sveitarfélaga sem þarfnast staðfestingu ráðherra og hafa verið birtir í B-deild Stjórnartíðinda. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að fá yfirsýn yfir þessa samninga og rannsaka þá með tilliti til þeirra laga, eða eftir atvikum sérlaga, sem við eiga hverju sinni. Afmörkun rannsóknarinnar við samninga sem hafa verið birtir skýrist af því að þeir eru aðgengilegir í B-deild Stjórnartíðinda. Ekki gafst tækifæri til að rannsaka fleiri samninga en þá sem aðgengilegir voru þegar rannsókn hófst. Það sem kannað var í tengslum við umrædda samninga var m.a. form samvinnunnar, hvernig ákvarðanir eru teknar og hverjir það eru sem taka þær ákvarðanir. Að lokum komu til skoðunar nítján samningar um samvinnu sveitarfélaga, en allir eru þeir aðgengilegir í B-deild Stjórnartíðinda, að tveimur undanskildum sem fengnir voru frá dómsmálaráðuneytinu. Einnig var kannað hvort í samningunum væri að finna reglur sem gætu leitt til þess að skylt væri að birta samning um samvinnu sveitarfélaga skv. lögum nr. 15/2005.
    Helstu ályktanirnar sem fram koma í ritgerðinni eru þær að sveitarfélög megi huga betur að lágmarkskröfum laga um form og efni samnings um samvinnu sveitarfélaga og að þörf sé á skýrum fyrirmælum í lögum um skyldu til birtingar slíkra samninga í B-deild. Þetta á ekki síst við í þeim tilvikum þar sem í samningi felst framsal á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana.
    Ritgerðin er þannig upp byggð að fyrst má finna almenna umfjöllun um samvinnu sveitarfélaga og þau lagaákvæði sem við eiga, en þar ber helst að nefna sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, ásamt sérlögum um tiltekin afmörkuð verkefni. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er einnig fjallað um tegundir samvinnu sveitarfélaga, úttekt sem gerð var um samvinnu sveitarfélaga af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og umfjöllun um staðfestingu og birtingu samninga um samvinnu sveitarfélaga. Seinni hluti ritgerðarinnar hefur síðan að geyma rannsókn höfundar á samningunum sjálfum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð - skemman.pdf154.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð, lokaeintak - SGF.pdf768.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna