Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43878
Aldrei hafa fleiri verið á biðlista eftir líffæragjöf á heimsvísu en nú. Alþjóðaheilbrigðisþingið hefur kallað eftir því að aðildarríki sín innleiði leiðbeiningar og framfylgi eigin stefnu, lögum og reglum varðandi líffæragjafir og ígræðslur með það að leiðarljósi að hámarka fjölda líffæragjafa. Sumar þjóðir hafa mótað sér stefnu í málefnum líffæragjafa í von um betri árangur. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig stefnu um líffæragjafir hefur verið háttað á Íslandi og hvernig íslensk stjórnvöld geta tekið mið af stefnu annarra landa á borð við Spán og Svíþjóð. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru átta viðtöl við sérfræðinga í málefnum líffæragjafa á Spáni, í Svíþjóð og á Íslandi. Með viðtölunum var leitast við að ná fram reynslu og upplifun viðmælenda til að ná sem dýpstum skilningi á viðfangsefninu. Gagnagreiningin var í anda grundaðrar kenningar og niðurstöðunum var raðað eftir löndum sem síðan höfðu alls tíu undirþemu.
Niðurstöður benda til að Ísland hafi að geyma sjálfsprottna stefnu í málaflokki líffæragjafa þar sem stefnan er ekki fyrir fram ákveðin heldur er brugðist við þeim atburðum sem verða og hugmyndum sem upp koma jafnóðum. Líffæragjafir á Íslandi eru orðnar að umfangsmiklu verkefni sem styðja þarf við til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Hvort sem þjóðir hafa sjálfsprottna eða meðvitaða stefnu í líffæragjöfum, þá hafa Spánn, Svíþjóð og Ísland lagt sitt af mörkum til að fjölga líffæragjöfum í sínu landi. Flestum viðmælendum rannsóknarinnar fannst nauðsynlegt að hafa meðvitaða stefnu í líffæragjöfum þar sem slíkt veiti stuðning, skýrari línur og framtíðarsýn. Þannig gætu íslensk stjórnvöld tekið sér stefnu annarra landa, eins og Spánar, til fyrirmyndar til að skerpa á málaflokknum og bæta árangurinn enn frekar.
Lykilhugtök: Stefna, opinber stefna, stefnumótun, líffæragjafir.
More people are on the waiting list for organ donors worldwide than ever before. The World Health Assembly has called for member states to implement guidelines and enforce their own policies, laws and regulations regarding organ donation and transplantation with the aim of maximizing the number of organ donations. Some nations have developed strategies on organ donation in hope of better results. The purpose of the study was to examine how the strategy on organ donation has been made in Iceland and how the Icelandic government can take into account the strategies of other countries such as Spain and Sweden.
The research design was qualitative and data collection consisted of eight interviews that were conducted with experts in Spain, Sweden and Iceland. Through the interviews, an effort was made to obtain the experiences of the interviewees in order to achieve the deepest possible understanding of the subject. The data analysis was based on grounded theory and the results were sorted by country, which then had a total of twelve sub- themes. The results indicate that Iceland has an emergent strategy in the field of organ donation, where the strategy is not decided in advance, but rather reacts to events that occur and ideas that arise. Organ donation in Iceland has become an extensive project that needs to be supported in order to maintain the results that have been achieved. Whether nations have an emergent or deliberate strategy on organ donation, Spain, Sweden and Iceland have contributed to increasing the number of organ donations in their country. Most interviewees of the study found it necessary to have a deliberate strategy on organ donation, as this provides support, clearer lines and a vision for the future. In this way, the Icelandic government could adopt the strategies of other countries, such as Spain, as a model in order to refine the subject and further improve the results.
Key concepts: Strategy, policy, strategic planning, organ donation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS líffæragjafir SS.pdf | 726,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Sigrún.pdf | 2,7 MB | Lokaður | Yfirlýsing |