en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4387

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif þreytu á hreyfiferla í mjöðm, hné og ökkla
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þreyta hafi áhrif á hreyfiferla í mjöðm, hné og ökkla þegar einstaklingar hlaupa á hlaupabretti. Einnig voru könnuð áhrif þreytu á skreflengd og tíma hlaupahringja. Þátttakendur: Tíu einstaklingar, níu karlar og ein kona, með meðalaldur 25,6 ± 3,6 ár tóku þátt í upphaf rannsóknarinnar. Aðferð: Þátttakendur voru látnir hlaupa á stöðugum hraða, sem fundinn var út frá loftfirrðarþröskuldi hvers þátttakanda, á hlaupabretti þar til þeir mátu þreytu sína í kringum 18 – 19 á Borg skala. Gögnum var safnað með háhraðamyndavél. Við úrvinnslu gagna voru notuð forritin StreamPix 4, KineView®, Excel töflureiknir og SPSS tölfræðiforrit. Af ýmsum tæknilegum ástæðum var einungis hægt að notast við mælingar hjá sjö einstaklingum. Niðurstaða: Marktækar breytingar í mjöðm fengust hjá tveimur einstaklingum þegar hné eru samsíða í stöðufasa. Annar einstaklingurinn sýndi einnig marktæka breytingu þegar hæll fer í gólf. Breytingar í hné voru einnig marktækar hjá tveimur einstaklingum. Annar einstaklingurinn var með marktækar breytingar þegar hæll fer í gólf og þegar hné eru samsíða í sveiflufasa. Hinn einstaklingurinn var með marktækar breytingar þegar tá fer af gólfi. Tveir einstaklingar voru með marktækar breytingar í ökkla, annar þeirra þegar hæll fer í gólf og hinn þegar hné eru samsíða í sveiflufasa. Engar marktækar breytingar urðu á skreflengd og tíma. Ályktun: Þrátt fyrir fáar marktækar breytingar, kemur í ljós að einhver breyting verður á hreyfiferlum í mjöðm, hné og ökkla eftir því sem þreyta eykst. Þrátt fyrir að ekki fengust marktækar breytingar á skreflengd og tíma virðist vera einhver tilhneiging fyrir breytingu með aukinni þreytu.

Accepted: 
  • Feb 1, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4387


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaloka2_fixed.pdf1.67 MBOpenHeildartextiPDFView/Open