Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4388
Viðfangsefni þessa verkefnis eru verðtryggð húsnæðislán á Íslandi og hvaða
áhrif afnám verðtryggingar gæti orðið. Ísland hefur mátt þola tímabil hárrar
verðbólgu og mikið hefur verið rökrætt á opinberum vettvangi hvort
verðtryggð lán séu ónauðsynleg byrði á íslenskum heimilum og fyrirtækjum.
Frumvarp var lagt fram á Alþingi á vormánuðum 2009 þar sem gerðar voru
tillögur um 4% hámark verðbólgutengingar, sem fyrsta skref að banni við
verðtryggingu.
Útreikningar verða gerðir til að bera saman verðtryggð og óverðtryggð
húsnæðislán og skoðuð verður hugsanleg útkoma hálfverðtryggðra lána
samkvæmt tillögum frumvarpsins. Fjallað verður um umræður Alþingismanna
og greinagerð með frumvarpinu auk álitsgerða hagsmunasamtaka. Vinnuskjal
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um verðtryggð skuldabréf verður einnig notað til
umræðna. Markmiðið er að skýra og greiða úr þeim mismunandi sjónarmiðum
sem greina má við umfjöllun málsins og gerð verður tilraun til að svara því
hvort þak á verðtryggingu gæti verið framtíðarlausn íslenskra heimila og hvort
ráðlegt sé að setja bann á verðtryggingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK_SIM_fixed.pdf | 539,85 kB | Opinn | "Verðtrygging íbúðalána" - heild | Skoða/Opna |