is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43881

Titill: 
  • Birting innherjaupplýsinga sem hluti af upplýsingaskyldu útgefanda: Sérstaða birtingarskyldunnar og vandkvæði í framkvæmd
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Á útgefendum fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan markað hvílir ákveðin upplýsingaskylda. Felur sú upplýsingaskylda í sér að útgefendum er skylt að greina frá upplýsingum sem varða hann og fjármálagerninga hans, bæði fyrir töku þeirra til viðskipta og eftir að þeir hafa verið teknir til viðskipta. Um þá upplýsingagjöf gilda ákveðnar reglur um birtingu, en upplýsingarnar verða að vera birtar samtímis svo fjárfestar hafi jafna möguleika á kynna sér þær eftir að þær hafa verið gerðar opinberar. Undir upplýsingaskyldu útgefanda falla þær upplýsingar sem teljast til innherjaupplýsinga, og er útgefendum skylt að birta þær að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Markmið ritgerðarinnar er að skoða þann hluta upplýsingaskyldu útgefenda nánar, og skýra hvernig hann er frábrugðinn annarri upplýsingagjöf. Í upphafi er því litið yfir þróun reglna um innherja, viðskipti þeirra og skoðað hvernig hugtakið innherjaupplýsingar hefur tekið breytingum í gegnum tíðina. Því næst er vikið að upplýsingaskyldu útgefanda og kannað nánar hvaða upplýsingagjöf það er sem útgefendum er skylt að sinna á ólíkum stigum, og hvert eðli þeirrar upplýsingagjafar er. Í kjölfarið verða innherjaupplýsingar sérstaklega teknar til skoðunar, og hvaða reglur gilda um meðferð þeirra samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 596/2014 um markaðssvik (MAR). Verður leitast við að skýra hugtaksskilyrði þeirra, hvernig birtingu þeirra skal háttað svo rétt sé og undir hvaða kringumstæðum er heimilt að fresta birtingu. Skoðuð verður framkvæmd í málum hér á landi er varða birtingu innherjaupplýsinga, en einnig litið til nýlegs dóms Hæstaréttar Noregs sem hefur sætt mikilli gagnrýni. Að lokum verður fjallað um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að frumvarpi til breytinga á þremur reglugerðum, þar á meðal MAR, og skoðað hvaða áhrif sú tillaga muni koma til með að hafa á birtingu innherjaupplýsinga. Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að töluverð lagaleg óvissa ríki um hvenær nákvæmlega upplýsingar teljist til innherjaupplýsinga sem útgefendum er skylt að birta, og að skilyrðið um upplýsingar séu nægjanlega tilgreindar sé þar helst að valda vandkvæðum. Sú tillaga sem framkvæmdastjórnin hefur birt er til þess fallin að draga úr þeirri lagalegu óvissu með því að takmarka birtingarskylduna við upplýsingar er varða þær endanlegu aðstæður eða atburð sem stefnt er að, og undanskilja þær upplýsingar sem verða til á millistigum svokallaðs þrepaskipts ferlis.

Samþykkt: 
  • 5.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sylvía Hall - lokaskil.pdf673.6 kBLokaður til...05.05.2073HeildartextiPDF
Skemman - yfirlysing.pdf42.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF