is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43885

Titill: 
  • Efnahags- og samfélagslegir þættir sem stuðla að háum launum á Íslandi: Samanburður við Norðurlöndin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Launasamanburður milli landa getur verið krefjandi, en það skýrist af ólíkum forsendum sem stýra launasetningu í hverju landi fyrir sig. Fyrir því eru bæði sögulegar ástæður og ástæður sem rekja má til eðlis atvinnulífs í hverju landi fyrir sig. Launasamanburður milli landa er samt sem áður nauðsynlegur þar sem hann gefur ákveðna ímynd að stöðu ákveðinna starfsstétta á t.d. íslenskum vinnumarkaði samanborið við önnur lönd. Norðurlöndin, Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru þekkt fyrir góð vinnuskilyrði, há laun og gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs og eru fyrir vikið aðlaðandi sem starfsvettvangur fyrir marga sem getur togað í starfsfólk annars staðar frá. Í samanburði við önnur Norðurlönd virðast laun á Íslandi talsvert hærri, þrátt fyrir smæð lands og vinnumarkaðar. Ástæður þess eru flóknar og margþættar en það eru nokkur lykilatriði sem stuðla að háum launum hérlendis umfram samanburðarlöndin. Fyrst og fremst er Ísland tiltölulega lítið land sem gefur til kynna að vinnumarkaðurinn er lítill og þröngur þar sem færra starfsfólk fæst til að ráða í störf. Þegar hagkerfi samanstendur af færri starfsmönnum er eftirspurn eftir vinnuafli yfirleitt hærri en framboð, þetta orsakast vegna samspils framboðs og eftirspurnar. Fyrir vikið verða atvinnurekendur að keppa harðar um þá hæfustu sem keyrir upp launin. Önnur ástæða er þrýstingur á launastig og ruðningsáhrif sem verða til vegna hárra launa í sjávarútvegi. Einnig er möguleiki að á vissum stöðum geti laun í stóriðju haft staðbundin sambærileg áhrif.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna raunverulegan launamun Norðurlandanna eftir starfsstéttum og kanna þá þætti sem stuðla að háum launum á Íslandi. Með því að greina margvíslega efnahagslega þætti er leitast við að varpa ljósi á þær einstöku aðstæður sem hafa leitt til hárra launa á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 8.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Bergdís Bjarnadóttir.pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemman.pdf210.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF