is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43893

Titill: 
  • Frelsissvipting: Um skilyrði gæsluvarðhalds og nauðungarvistunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gæsluvarðhald og nauðungarvistun eiga það sameiginlegt að skerða persónufrelsi manna sem nýtur verndar 67. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir efnislegum skilyrðum fyrir annars vegar gæsluvarðhaldi samkvæmt 1. og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og hins vegar nauðungarvistun samkvæmt 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 í ljósi fyrrnefndra ákvæða stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er fjallað um hlutverk dómstóla og úrræði fyrir frelsissvipta sem og þær málsmeðferðarreglur sem gilda annars vegar um gæsluvarðhald og hins vegar um nauðungarvistun fyrir dómstólum. Í tilviki gæsluvarðhalds er um að ræða sakamál þar sem lög nr. 88/2008 gilda um meðferð slíkra mála fyrir dómstólum. Hins vegar eru mál sem varða nauðungarvistun einkamál þar sem lög nr. 91/1991 gilda um meðferð fyrir dómstólum að ákvæðum lögræðislaga slepptum.
    Helstu niðurstöður eru að framangreind skilyrði gæsluvarðhalds og nauðungarvistunar eru sambærileg skilyrðum 5. gr. MSE. Þrátt fyrir að skilyrði 2. mgr. 19. gr. lrl. sé sambærilegt skilyrði e-liðar 1. mgr. 5. gr. MSE verður talið í ljósi þeirrar frelsisskerðingar sem um er að ræða með nauðungarvistun og þeirra skilyrða sem 1. mgr. 67. gr. stjskr. og 1. mgr. 5. gr. MSE setja slíkri skerðingu að meiri réttarvernd fælist í því að kveða á um það viðbótaskilyrði í 2. mgr. 19. gr. að til þess að maður verði nauðungarvistaður þurfi viðkomandi auk þess að vera hættulegur sjálfum sér eða öðrum eða ef lífi hans eða heilsu er stefnt í voða. Slík lagabreyting á ákvæðum 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 væri í raun lögfesting á þeirri framkvæmd sem dómstólar hér á landi hafa, að því er virðist, ætíð fylgt eftir.

Samþykkt: 
  • 8.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MR-Frelsissvipting. Um skilyrði gæsluvarðhalds og nauðungarvistunar.pdf991,43 kBLokaður til...05.05.2040HeildartextiPDF
YfirlýsingSkemman.pdf401,53 kBLokaðurYfirlýsingPDF