is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43931

Titill: 
  • Er Keflavíkurflugvöllur flöskuháls? : Stærð flugvallar sem takmarkandi þáttur fyrir fjölda farþega
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Flugsamgöngur og flugvellir skipa stóran sess í efnahags- og atvinnulífi Íslands. Þar sem að Ísland er eyja eru aðeins tvær samgönguleiðir mögulegar til og frá landinu, þ.e. skip og flug. Um það bil 96% þeirra farþega sem fara til og frá Íslandi koma hingað flugleiðis og því eru góðar flugsamgöngur gríðarlega mikilvægar fyrir bæði íbúa og atvinnustarfsemi á Íslandi. Þegar að flugumferð um Keflavíkurflugvöll fór að aukast verulega á 21. öldinni varð fljótt ljóst að það þyrfti að huga að frekari stækkun flugvallarins til að halda í við farþegafjöldaspá fyrir komandi ár.
    Í ritgerðinni er fjallað um flugsamgöngur á Íslandi með sérstakri hliðsjón af flöskuhálsamyndun. Gerð verður grein fyrir þróun flugsamgangna á Íslandi frá upphafi og hver núverandi staða þeirra er. Flugsamgöngur eru nátengdar ferðaþjónustu á Íslandi og því verður einnig fjallað um vöxt ferðaþjónustu síðastliðin ár. Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið og því verður rekstur hans skoðaður í ritgerðinni. Þá verður fjallað sérstaklega um stærð Keflavíkurflugvallar og þau stækkunaráform sem eru á döfinni.
    Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort að flugvöllurinn eins og hann leggur sig í dag sé að takmarka fjölda farþega og hvort að þær stækkanir sem eru á áætlun séu nægjanlegar í samanburði. Til að meta stærð flugvallarins í samhengi við myndun flöskuhálsa er stuðst við gögn um farþegafjölda sem fer um flugvöllinn á ári hverju. Þá verður einnig notast við farþegafjöldaspár komandi ára til að leggja mat á það hvort að stækkunaráform Keflavíkurflugvallar séu nægjanleg út frá farþegafjölda á hvern fermetra.

Samþykkt: 
  • 8.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf2.15 MBLokaðurYfirlýsingPDF
BS ritgerð_Helga Ósk Hauksdóttir.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna