Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43933
The increasing living spaces per capita in Western countries have highlighted the importance of sufficiency in reducing global GHG emissions from buildings. While less living space has been considered a benefit of dense living, studies have shown that consumption of residents in urban areas can offset the carbon savings from reduced emissions from housing and transport. This thesis aims to examine how living space affects the consumption-based carbon footprints (CBCF) of inhabitants in the Nordic countries and if a trade-off exists between living space and consumption. Using data collected from an online survey of ~7,500 respondents, the study utilized SPSS to perform regressions to analyse how living spaces, urban degree and other socio-economic variables affect the total CBCF and eight specific consumption domains making up the total CBCF. Urban areas were associated with lower overall CBCF but higher CBCF in the domains of goods and services, second homes, and leisure travel. However, regarding living spaces, the results showed that trade-off was only found between living spaces and leisure travel, where those with less living space were more likely to participate in leisure travel. In other domains and overall, individuals residing in smaller living spaces have a smaller carbon footprint, even when their income is considered. These findings are important in the context of climate change mitigation efforts that prioritize housing sufficiency and reducing living space per capita. However, factors such as the possibility of environmentally conscious lifestyles related to smaller living spaces and rebound effects must also be considered.
Vaxandi húsnæðisstærð á höfðatölu á vesturlöndum hefur veruleg áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda sem stafa frá byggingum. Hugtakið nægjusemi í neyslu hefur verið að ryðja sér til rúms í stefnumótun til að draga úr loftslagsbreytingum og undir það fellur takmörkun á húsnæðisstærð. Einn kostur þéttbýlis hefur verið álitinn minni húsnæði en rannsóknir hafa þó sýnt að neysla íbúa í þéttbýlum geti vegið upp á móti þeim kolefnissparnaði sem hlýst vegna minni losunar frá húsnæði og samgöngum. Þessi rannsókn skoðar áhrif húsnæðisstærðar á kolefnisspor íbúa á Norðurlöndunum og hvort merki séu um fórnarskipti milli húsnæðisstærðar og neyslu, þ.e. hvort minni húsnæðisstærð leiði til aukinnar neyslu utan heimilisins. Gagnasafnið sem var notað samanstóð af svörum ~7500 þátttakenda. Aðhvarfsgreining var framkvæmd í SPSS til að sjá áhrif húsnæðisstærðar og þéttleika byggðar á heildarkolefnissporið ásamt kolefnissporinu í átta neysluflokkum sem heildarkolefnissporið samanstóð af. Þéttbýli hafði neikvætt samband við heildarkolefnissporið. Í flokkunum vara og þjónusta, sumarbústaðir og tómstundaferðir var sambandið jákvætt. Merki um fórnarskipti voru eingöngu milli húsnæðisstærðar og þátttöku í tómstundarferðum, íbúar í litlu húsnæði voru líklegri til þátttöku í tómstundaferðum. Kolefnissporið í öðrum flokkum og heildarkolefnissporið var lægra hjá þeim sem bjuggu í minna húsnæði, óháð tekjum. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi aðgerða sem hafa það markmið að takmarka húsnæðisstærð og draga úr loftslagsbreytingum. Þó þyrfti að athuga aðra þætti, m.a. ríkari umhverfismeðvitund meðal þeirra sem kjósa að búa í minna húsnæði sem og möguleg endurkastsáhrif sem fylgt gætu því að láta einstaklinga búa í minna húsnæði en þeim finnst þeir þurfa eða vilja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Final_draft_skila_3-5-23.pdf | 1.47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 495.16 kB | Lokaður | Yfirlýsing |