is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43945

Titill: 
  • Minningar og mósaík. Andvaka kona, áföll og erfðir í Horfið ekki í ljósið eftir Þórdísi Gísladóttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tráma er skilgreint sem gríðarlegt áfall sem skilur eftir sig sár í vitundinni en reynslan sem veldur þessu sári er svo átakanleg og erfið að hún er handan skilnings. Ekki er því mögulegt að miðla reynslunni, því hún er á skjön við orðin sem þekkt eru fyrir. Þar sem enginn skilningur er til staðar getur engin úrvinnsla orðið en í stað úrvinnslunnar, bælir undirmeðvitundin reynsluna. Þegar líkaminn reynir að losa um streituáhrifin sem trámað veldur, getur það seinna meir skilað sér í viðbrögðum þolandans í formi drauma, hegðunar, þráhyggju og bælingar. Hér verður fjallað um birtingarmyndir tráma í bókmenntatextum en það sem er áberandi við slíka texta er að þeir segja annað en það sem um er skrifað. Sjá má hvernig hik og rof í frásögninni getur borið í sér frásögn af trámatískri upplifun. Einnig verður fjallað um minnisfræði og menningarminni og skoðað hvernig bókmenntafræðilegir textar geta virkað eins og rammi fyrir félagslegt minni. Rætt verður hvert hlutverk bókmennta er í miðlun menningarminnis. Hér verður skáldsagan Horfið ekki í ljósið skoðuð í ljósi trámakenninga og minnisfræðanna sem upp frá þeim eru sprottin. Einnig verður fjallað um kjarnorkuvána og tungumálið sem eru viðamikil þemu frásagnarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Trauma is defined as a massive shock that leaves a wound in the consciousness, but the experience that causes this wound is so traumatic and difficult that it is beyond comprehension. Therefore it is not possible to communicate the experience, because it exedes the language of previous knowledge. Where there is no understanding, there can be no processing and instead of processing the trauma experience, the subconscious represses it. As the body tries to release the stress effects caused by the trauma it can later result in the sufferer's reactions in the form of dreams, behaviors, obsessions and repression.
    This thesis will discuss the manifestations of trauma in literary texts but what is noticeable about such texts is that they tell a different story from the one that is written. Another narrative can be found in hesitations and interruptions in the text that contain a narrative of a traumatic experience. This thesis will also discuss the mnemonics and cultural memory and examine how literary texts can act as a framework for social memory. The role of literature in the transmission of cultural memory will also be discussed. Here, the novel Horfið ekki í ljósið will be examined in the light of the theories of trauma and the theories of memory that have arisen from them.The threat of nuclear disasters and the power of language are extensive themes of the narrative and will therefore also be discussed.

Samþykkt: 
  • 8.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Minningar og mósaík.pdf758,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf180,44 kBLokaðurYfirlýsingPDF