Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43948
Saga íslenskra auglýsingakvikmynda hefur lítið verið
rannsökuð ein og sér. Þegar formlegur undirbúningur fyrir íslenskt sjónvarp hófst árið 1964 var strax gert ráð fyrir nokkrum tekjum af auglýsingasölu. Þar með var
lagður grunnur að auglýsingakvikmyndagerð á Íslandi.
Skoðuð er baksaga sjónvarpsins og reynt að varpa ljósi á hvernig fámenn þjóð á mörkum hins byggilega heims, tókst að gangsetja eigin sjónvarpsstöð. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða leið íslenskra auglýsingakvikmynda inn í íslenskt sjónvarp.
Voru auglýsingakvikmyndir gerðar á Íslandi áður en
íslenskt sjónvarp hóf göngu sína og var íslensk
kvikmynda- og auglýsingagerð í stakk búin að takast á við sjónvarpsauglýsingakvikmyndagerð? Gerðu stjórnvöld
eitthvað til að kynna hinn nýja auglýsingamiðil fyrir
auglýsendum eða undirbúa þá sem höfðu með kvikmyndagerð
að gera? Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að
auglýsingakvikmyndir voru gerðar á Íslandi áður en
íslenskt sjónvarp varð að veruleika, en í mjög takmörkuðu mæli. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi hefur alltaf liðið fyrir smæð sína þar sem framleiðslan er mjög fjárfrek og því stóð hún erlendri kvikmyndagerð talsvert að baki mest alla tuttugustu öldina. Stjórnvöld gerðu lítið til að styrkja og aðlaga kvikmyndagerðina að nýjum veruleika með
tilkomu sjónvarpsins og má segja að hvorki auglýsendur né kvikmynda- og auglýsingagerð hafi í upphafi verið
undirbúin fyrir að takast á við
sjónvarpsauglýsingakvikmyndir. Leiðbeinandi minn var Rósa Magnúsdóttir, prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands og vil ég þakka henni fyrir leiðsögnina og góðar ábendingar. Einnig vil ég færa þakkir viðmælendum mínum sem lögðu mér lið og veittu mér áhugaverðar upplýsingar, niðurstöðunum til stuðnings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.pdf | 339,12 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA-TomasOrnTomasson-uppsett20230601.pdf | 339,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |