is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43976

Titill: 
  • Aldur við fyrstu kynmök og áhættuhegðun. Þversniðsrannsókn
  • Titill er á ensku Age at first sexual intercourse and risk behavior. Cross-sectional study
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Unglingar sem byrja snemma að stunda kynlíf eru í aukinni hættu á að stunda áhættusama kynhegðun sem getur haft víðtæk neikvæð áhrif á velferð þeirra, bæði andlega og líkamlega heilsu.
    Tilgangur: Tilgangur ritgerðarinnar var að rannsaka tengsl aldurs við fyrstu kynmök og áhættuhegðunar, ásamt því að kanna hversu vel unglingar sem byrja snemma að stunda kynlíf gæta að eigin kynheilbrigði og hvort aldur við fyrstu kynmök tengdist væntingum þeirra til fyrstu kynmaka.
    Aðferð: Rannsóknin var þversniðsrannsókn og stuðst var við tilgangsúrtak við val á þátttakendum. Alls voru 2.488 nemendur í úrtakinu og miðaðist val á þátttakendum við aldurinn 18-20 ára úr 11 framhaldsskólum víðs vegar af landinu. Könnunin var rafræn og var hún lögð fyrir í janúar 2022. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og tilgátuprófunum með Pearsons Kí-kvaðrat prófi. Marktæknimörk miðuðust við p<0,05.
    Niðurstöður: Alls tóku 648 nemendur úr 9 framhaldsskólum þátt í könnuninni. Niðurstöður leiddu í ljós að flestir byrjuðu að stunda kynlíf á aldrinum 15-18 ára. Unglingar sem byrjuðu 15 ára eða yngri að stunda kynlíf voru marktækt líklegri til að hafa greinst með kynsjúkdóm (p=0,001), valda þungun eða hafa orðið þunguð (p=0,008), notuðu síður smokk við síðustu samfarir (p=0,001) og væntingar þeirra til fyrstu kynmaka höfðu síður staðist (p=0,003) en hjá þeim sem byrjuðu að stunda kynlíf 16 ára eða eldri. Það var ekki marktækur munur á hópunum (byrja fyrr eða seinna að stunda kynlíf) í sambandi við að vernda eigið kynheilbrigði (p=0,748 og p=0,149).
    Ályktanir: Niðurstöður varpa ljósi á að unglingar sem byrja snemma að stunda kynlíf eru líklegri til að stunda áhættusama kynhegðun sem getur leitt til neikvæðra áhrifa á kynheilsu þeirra. Slíkar niðurstöður gefa til kynna mikilvægi þess að hefja kynfræðslu snemma. Skólahjúkrunarfræðingar í grunnskólum eru þar í lykilhlutverki.
    Lykilorð: Unglingar, fyrstu kynmök, ungur aldur, áhættusöm kynhegðun

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Adolescents who engage in their first sexual activity at a young age face an increased risk of participating in sexual behaviors that can negatively impact their overall welfare, both psychological and physical.
    Purpose: The purpose of this research project was to investigate the relationship between early age of sexual debut and risky sexual behavior, examine to which extent adolescents who engage in sexual activity at an early age protect their sexual health and if early sexual debut was related to adolescents' expectations towards their first sexual experience.
    Method: In January 2022, a cross-sectional study was conducted in Iceland, utilizing purposive sampling. An online questionnaire containing 20 questions was distributed to 11 upper secondary schools across the country, and 2.488 students aged 18 to 20 participated. Data analysis was based on descriptive statistics and Pearson's chi-square testing, with statistical significance set at a p-value of <0.05.
    Results: 648 students from 9 upper secondary schools participated in the study, and most had their first sexual experience between the ages of 15 and 18. Those who had their first sexual encounter at 15 or younger were more likely to have contracted a sexually transmitted disease (p=0,001), caused or experienced pregnancy (p=0,008), did not use a condom during their most recent sexual intercourse (p=0,001) and were less likely to have their expectations met regarding their first sexual experience (p=0,003) compared to those who started at age 16 or later. No significant difference was found between the two groups in terms of protecting their sexual health (p=0,748 and p=0,149).
    Conclusion: The study demonstrates that adolescents who engage in sexual activity at a young age are more prone to risky sexual behavior, leading to adverse effects on their sexual health. These results emphasize the significance of early sexuality education, which can be effectively facilitated by school nurses in elementary schools.
    Key words: Adolescents, first sexual intercourse, early age, sexual risk behavior.

Samþykkt: 
  • 9.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aldur við fyrstu kynmök og áhættuhegðun.1..pdf533,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpeg752,4 kBLokaðurYfirlýsingJPG