is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4398

Titill: 
  • Lífeðlisfræðileg áhrif líkamlegrar þjálfunar á sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) og langvinna hjartabilun (LHB) þjást af mæði og þreytu sem takmarkar getu þeirra í daglegu lífi. Á Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, fer fram endurhæfing hjarta- og lungnasjúklinga þar sem lögð er áhersla á þol- og styrkarþjálfun auk fræðslu. Markmið rannsóknarinnar er að kanna þá lífeðlisfræðilegu þætti sem takmarka þol og vinnugetu sjúklinga með mikla eða svæsna langvinna lungnateppu (LLT) og sjúklinga með langvinna hjartabilun (LHB). Einnig að meta lífeðlisfræðileg áhrif margþættrar líkamsþjálfunar á þol, öndunarmynstur og mæði.
    15 sjúklingar með LLT (9kk/6kvk, 61±9 ára, FEV1<50%) og 15 sjúklingar með LHB (14kk/1kvk, 56±8 ára, útfallsbrot (ejection fraction) úr vinstri slegli  35%) gengust undir hámarksþolpróf á þrekhjóli fyrir og eftir endurhæfingu á Reykjalundi. Súrefnisupptaka (V’O2), koldíoxíðútskilnaður (V’CO2), loftun (V’E), andrýmd (VT), öndunartíðni (ÖT), púls, afkastageta á hjóli (W) og blóðgös voru mæld auk þess voru súrefnispúls (SP), púlsleif (heart rate reserve) og öndunarleif (breathing reserve) reiknaðar. Sjúklingarnir mátu mæði sína á Borg mæðiskalanum. Á endurhæfingartímanum voru heildarrýmd og loftskipti lungna mæld hjá öllum þátttakendum rannsóknarinnar.
    Hámarkssúrefnisupptaka (V’O2 max, L/mín)) jókst hjá sjúklingum með LHB um 0,17L/mín (13%, p<0,003) en hjá sjúklingum með LLT um 0,13L/mín (16%, p<0,001). Þoltalan hjá hópunum hækkaði einnig, hjá hjartahópnum um 2,1 mL O2 • kg-1 • mín-1 (15%, p<0,001) en hjá lungnahópnum um 1,5 mL O2 • kg-1 •
    mín-1 (13%, p>0,0003). Hámarksloftun (V’E max) jókst einnig hjá báðum hópunum, aukningin var 10,1 L/mín (20%, p<0,0005) hjá hjartahópnum en 3,0 L/mín (0,1%, p<0,013) hjá lungnahópnum. Hóparnir áttu það sameiginlegt að öndunartíðni við hámarksálag (ÖT max) og mæði samkvæmt Borg skalanum breyttust ekki við endurhæfinguna. Súrefnispúlsinn hækkaði hjá báðum hópum.
    Púlsleif hjartasjúklinganna er í raun lægri en áætlað er, vegna áhrifa beta-blokkerandi hjartalyfja. Því má líklegt telja að þeir nýti hana að fullu. Hjartasjúklingarnir fundu fyrir jafn mikilli mæði og lungnasjúklingarnir en skýringin á því gæti verið sú að lungnasjúklingarnir eru aðlagaðir að sífelldri mæði á meðan hjartasjúklingarnir mæddust eðlilega í hámarksþolprófunum. V‘E max hækkaði eins og V‘O2 max hjá báðum hópunum við þjálfun, en ÖT max hækkaði þó ekki. Við sama V‘O2 f.þ og e.þ. (iso-V‘O2) lækkaði V‘E hjá báðum hópum sem gefur til kynna minni loftunarþörf. Öndunarmynstrið varð hagstæðara hjá LLT hópnum með hærra VT og lægri ÖT við iso-V‘O2 en ekki komu fram marktækar breytingar á því hjá LHB hópnum. Þrátt fyrir hærri V’E max fundu sjúklingarnir ekki fyrir meiri mæði samkvæmt Borg skalanum.

Samþykkt: 
  • 3.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Egill_Thoroddsen_MS_ritgerd_fixed.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna