is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43981

Titill: 
  • Fjórar greinar: Um bókabörn í Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vesturfarasögur Böðvars Guðmundsonar vöktu mikla athygli þegar þær komu út undir lok síðustu aldar. Vesturfarasögurnar eru fjölskyldusaga sem í raun segir sögu fimm kynslóða þótt Ólafur nokkur fíólín og afkomendur hans séu í brennidepli. Ólafur fíólín átti allmörg börn og er um þau fjallað í þessari ritgerð. Sjónum er þó einna helst beint að þeim börnum hans sem lifðu fram á fullorðinsár. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að fjalla um börnin út frá kenningum um ímyndir bókabarna. Hugtakið bókabörn er fengið úr samnefndri bók Dagnýjar Kristjánsdóttur og í grófum dráttum táknar það börn sem verða til á blaðsíðum bóka og vakna til lífsins í hugum og hjörtum höfunda og lesenda. Í ritgerðinni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig ímyndir bókabarna eru felldar undir hugtökin hið rómantíska barn, hið tilfinningasama barn, hið úrræðagóða barn og hið hæfa barna og er fjórum börnum Ólafs fíólín fundinn staður innan fyrrnefndra ímyndarhugtaka. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær að eitt barnanna fellur í flokk hins rómantíska barns, annað í flokk hins tilfinningasama barns og tvö þeirra fá greiningu hins úrræðagóða barns. Að auki eru þrjú af börnunum talin falla undir hugmyndir um hið hæfa barn.

Samþykkt: 
  • 9.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf312.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hugrún Ragnarsdóttir BA-ritgerð.pdf494.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna