is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43992

Titill: 
  • Áhrif veltufjárstýringar í smásölu með fatnað: 66°NORÐUR
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Veltufjárstýring hefur notið vinsælda í rannsóknum á undanförnum áratugum. Það er vegna þess að skilvirk stjórnun veltufjár getur haft veruleg áhrif á fjárhagslega afkomu fyrirtækis og því getur það reynst ábótasamt að skoða nánar tengsl veltufjárstýringar við arðsemi. Margar rannsóknir hafa verið gerðar um efnið og niðurstöður þessara rannsókna hafa stuðlað að aukinni þekkingu á veltufjárstýringu og mikilvægi hennar. Rannsóknin greinir veltufjárstýringu lítilla til meðalstórra fyrirtækja og er fyrirtækið 66°NORÐUR sérstaklega tekið fyrir. 66°NORÐUR flokkast sem lítið eða meðalstórt smásölufyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í fatnaði. Greiningin fól í sér að bera kennsl á aðferðir 66°NORÐUR við veltufjárstýringu og áhrif þeirra aðferða á arðsemi þess. Greiningin leiddi einnig í ljós þær áskoranir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir við veltufjárstýringu. Rannsóknin notast við fjárhagsleg gögn, lýsandi tölfræði og fylgnigreiningu til að meta skilvirkni veltufjárstýringar 66°NORÐUR. Rannsóknin leiðir í ljós að 66°NORÐUR hefur átt í erfiðleikum með að minnka birgðastig og bæta veltuhraða birgða, sem hefur í för með sér aukinn kostnað og minni framlegð. Fyrirtækið hefur einnig verið að lengja biðtíma skulda sem hefur leitt til skuldaaukningar. Hins vegar bendir rannsóknin til að fyrirtækið hafi stýrt kröfum sínum og innheimtu á skilvirkan hátt. Í rannsókninni kemur einnig fram að sveiflur í söluvexti og rekstri og ytri áhrif hafa haft áhrif á hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins, sem endurspeglar erfiðleika sem fyrirtækið stendur frammi fyrir á Íslandi. Á heildina litið undirstrikar rannsóknin mikilvægi skilvirkrar veltufjárstýringar til að bæta fjárhagslegan árangur. Rannsóknin bendir til þess að skilvirk stýring veltufjár geti stuðlað að bættri lausafjárstöðu og fjárhagslegri afkomu, sem getur leitt til meiri arðsemi og sjálfbærni til lengri tíma litið.

Samþykkt: 
  • 9.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir lokaverkefni_.pdf379,35 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Áhrif veltufjárstýringar á smásölu með fatnað_66N.pdf1,01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna