is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43993

Titill: 
  • Hún elsku besta María mín: Könnun á formgerð íslenskra nafnliða og stöðu sérnafnsgreinis innan hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hin svokallaða ákveðniliðagreining nafnliða (e. DP-analysis) hefur tekið við af nafnliðagreiningunni (e. NP-analysis) að mestu leyti í nútímamálvísindum. Með ákveðniliðagreiningunni, þar sem spáð er fyrir hámarksvörpunum fyrir ákvæðisorð sem liggja yfir nafnorðsliðnum sjálfum, er hægt að sýna fram á hvers vegna mismunandi tungumál sýna fasta orðaröð innan nafnliða sem NP-greiningin, þar sem einungis er gert ráð fyrir einum haus í einni hámarksvörpun, getur ekki náð utan um.
    Þessari ritgerð er ætlað að vera könnun og prófun á þeirri formgerð sem Halldór Ármann Sigurðsson (2006) setur fram í þeim tilgangi að sjá hvort íslenska nafnliðsgerðin [persónufornafn]+[nafnorð] (sbr. ‚hún María‘) passi í það regluverk. Persónufornafnið í þessari nafnliðsgerð verður hér kallað sérnafnsgreinir (e. preproprial article) en hann hefur lítið verið rannsakaður í íslensku. Í fyrri helming ritgerðarinnar mun sjást að formgerðin er ekki fullkomin þar sem færslur innan hennar brjóta gegn hausafærsluhömlunni (e. head movement constraint) en það sem hér er kallað klasafærsla er möguleg lausn á því vandamáli.
    Í síðari helmingnum verður formgerðin sem dregin er fram í fyrri hlutanum notuð til að greina sérnafnslega liði. Gegnum tölfræði og setningatilvik úr Markaðri íslenskri málheild sýni ég fram á að sérnafnsgreinirinn merkir nafnliði á þann hátt að ef sérnafnsgreinishaus er til staðar í liðnum, tómur eða með sérnafnsgreini, er hægt að túlka nafnorðshausinn sem eins konar sérnafn eða að minnsta kosti greinislausa vísun í ákveðna manneskju. Tvö meginskilyrði fyrir því að ákveðniliðshaus geti talist sérnafnsgreinir mun ég draga fram: (i) Nafnorðið í nafnliðnum er langtum oftar notað án greinis í íslensku en með, og (ii) nafnorðið vísar í ákveðna einingu þegar það er notað án greinis (eða án greinis og með eignarlið).

Samþykkt: 
  • 9.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð - Hún elsku besta María mín - Andri Pétur Dalmar.pdf607.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf276.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF