is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43995

Titill: 
  • „Fyrir lífinu, dauðanum, ástinni, okkur. Gömlum sárum.“ Hinsegin form, frásagnarháttur og fræði í leikverki Evu Rúnar Snorradóttur, Góða ferð inn í gömul sár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikverkið Góða ferð inn í gömul sár er heimilda- og upplifunarverk eftir Evu Rún Snorradóttur sem fjallar um HIV faraldurinn á Íslandi, faraldur sem lagðist hvað þyngst á homma. Verkið fjallar á óhefðbundinn og hinsegin hátt um hinsegin tilveru í fortíð og nútíð með notkun mósaíks af frásögnum, bæði skálduðum og raunverulegum. Eva Rún nýtir hinsegin frásagnarhátt í verkinu ásamt því að sækja í hefð heimildaleikhúss og leikhúss hins raunverulega. Verkið er hinsegin að formi til og skiptist í tvo hluta, hljóðverk sem hlustað er á heima við og sviðsverk sem sett er á svið í Borgarleikhúsinu. Form verksins er hinsegin á margan hátt og byggir á þeim grunni að mörk eru máð á milli hinna ýmsu tvennda; áhorfenda og leikara, persónulegs og opinbers rýmis, sviðs og salar.
    Úr verkinu má lesa notkun á hinum ýmsu hugmyndum úr hinsegin fræðum, svo sem hugmyndum Jack Halberstams um hinsegin tíma og rými og hugmyndum Eve Kosovsky Sedgwick um hinsegin gjörningshátt. Í þessari ritgerð er rýnt í Góða ferð inn í gömul sár út frá þessum hugtökum ásamt því að form þess er skoðað sem hinsegin leið til þess að nálgast viðfangsefni þess.

Samþykkt: 
  • 9.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Kristín Hauksdóttir - BA-ritgerð lokaútgáfa.pdf515,27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing fyrir skemmuna - undirritað.pdf172,14 kBLokaðurYfirlýsingPDF