Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43996
Megin markmið ritgerðarinnar er að kafa dýpra í birtingarmyndir ofbeldis þegar það kemur að íþróttum og ungmennum sem stunda íþróttir. Höfundur féll fyrir þessu viðfangsefni vegna margra ára íþróttaferil að baki og fyrrum persónulegrar reynslu. Í fræðilega grunnin voru skoðaðar þrjár tegundir ofbeldis; líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ásamt því hvernig afleiðingar ofbeldis hefur á íþróttafólk og hvernig hægt er að koma í veg fyrir það. Megináhersla ritgerðarinnar er kynferðismál frá árinu 2016 þar sem Dr. Larry Nassar læknir hjá Bandaríska fimleikalandsliðinu var kærður og dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á hundruð stúlkna í gegnum áratuga feril sinn sem læknir. Málið vakti gríðarlega athygli og opnaði mikilvægar dyr fyrir íþróttafólk þegar það kemur að því opna umræðuna á ofbeldi innan íþróttaheimsins. Málið varð umdeilt í fjölmiðlum þar sem að fyrstu var lítil sem engin umfjöllun var um þöggun fimleikasambandsins í kjölfar málsins. En fimleikasambandið hafði fengið fjölda kvartana til sín sem þaggaði niður í þeim þolendum sem ætluðu að stíga fram. Í rannsókninni eru teknar fyrir tíu fréttir af tveim bandarískum fréttamiðlum frá tímabilunum 2016 til 2018. Fréttirnar eru orðræðugreindar og út frá því er gerð þemagreining. Fundið var þrjú megin þemu sem pössuðu við umræðuefni ritgerðarinnar en þemun eru hvort stjórnarmeðlimir eða fimleikasambandið væri nefnt í fréttunum, hvort vitnað væri í yfirlýsingar frá fórnarlömbunum og hvort Dr. Nassar væri skrímslavæddur. Niðurstöður sýndu að Larry Nassar var skrímslavæddur af báðum miðlum ásamt því að það var lítið sem ekkert nefnt fimleikasambandið sjálft eða hversu samsek það var í málinu. Hins vegar voru flest allir miðlarnir sem vitnuðu í fórnarlömbin.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 597,73 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 248,54 kB | Locked | Declaration of Access |