is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43997

Titill: 
 • Árangursmat á eignasafni: Hvaða árangursmælikvarðar standa fjárfestum til boða og hvernig eru þeir frábrugðnir hver öðrum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Árangursmat á eignasafni er mikilvægt ferli fyrir fjárfesta til að tryggja að fjárfestingar þeirra samræmist stefnum og markmiðum þeirra. Rannsóknarspurningin sem ritgerðinni er ætlað að svara er hvaða árangursmælikvarðar standa fjárfestum til boða og hvernig
  eru þeir frábrugðnir hver öðrum. Markmið ritgerðarinnar er að veita frekari innsýn í þau tæki og tól sem geta hjálpað fjárfestum að taka upplýstar fjárfestingarákvarðanir. Ritgerðin byrjar á umfjöllun um eignastýringu og þá þætti sem þarf að huga að við hana, svo sem áhættu, ávöxtun og flökt. Farið er yfir verkferli eignastýringar, þar á meðal
  eignaúthlutun, verðbréfaval og hagnýta eignastýringu. Farið er yfir Monte Carlo hermun sem er eitt af þeim fjölmörgu lykiltólum sem standa
  fjárfestum til boða til að meta eignasafn sitt. Ritgerðin ígrundar einnig mismunandi frammistöðumælikvarða, svo sem Sharpe-hlutfallið, Sortino-hlutfallið, Jensens alfa og Treynor-hlutfallið. Þessir mælikvarðar veita fjárfestum innsýn í frammistöðu eignasafns, áhættuleiðrétta ávöxtun og umframávöxtun eignasafns miðað við kerfisbundna áhættu þess. Enn fremur greinir ritgerðin nútímaeignasafnskenningu Markowitz og CAPM líkanið. Niðurstaða ritgerðarinnar er að val á viðeigandi frammistöðumælingum skipti sköpum
  fyrir nákvæmt mat á eignasafni. Fjárfestar verða að íhuga undirliggjandi forsendur og takmarkanir þessara mælikvarða og nota þær ásamt öðrum fjárfestingartólum til að taka upplýstar fjárfestingarákvarðanir.

Samþykkt: 
 • 9.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Árangursmat á eignasafni.pdf550.75 kBLokaður til...10.05.2033HeildartextiPDF
Kvittun frá skemmu.pdf498.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF