is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/440

Titill: 
 • Úttekt á jarðhita í Öxarfirði með tilliti til atvinnusköpunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Jarðhiti hefur verið mikilvæg auðlind á Íslandi síðastliðna öld. Eldvirkni og jarðhitavirkni fylgir plötumótunum í heiminum og eru flest þekkt jarðhitasvæði á slíkum mótum eða tengd þeim. Öxarfjörður er einn af þessum stöðum. Á svæðinu er aðallega að finna jarðhita innan þriggja sprungubelta er nefnast Kröflusprungubeltið, Þeistareykjasprungubeltið og Fremrinámasprungubeltið. Mest jarðhitavirkni er innan Kröflusprungubeltisins. Fyrst var talið að um háhitasvæði væri að ræða en með áframhaldandi rannsóknum kom í ljós að jarðhitasvæðin í Öxarfirði eru sjóðandi lághitasvæði með djúphita undir 200°C. Nokkuð hefur verið borað eftir jarðhitanum á svæðinu og má segja að heitt vatn finnist á þrem stöðum, við Skógalón, Bakkahlaup og Keldunes, en annars staðar hefur fundist kalt og volgt vatn.
  Uppi eru hugmyndir um að stuðla að aukinni atvinnusköpun á svæðinu í tengslum við jarðhitann. Helst hefur þá verið litið til uppbyggingar á heilsutengdri ferðaþjónustu og fiskeldi á flatfisknum tilapia og risarækju. Hvað varðar heilsutengda ferðaþjónustu flokkast vatnið í Öxarfirði í allt að þrjá flokka og talið er líklegast til árangurs að stíla inn á tvo markhópa, annars vegar hóp sem sækist eftir almennri hvíld og endurhæfingu og hins vegar hóp sem sækist eftir afþreyingu og skemmtun. Þegar litið er til fiskeldis hefur vaknað áhugi á eldi á tilapiu og risarækju. Svo virðist sem vatnið henti ágætlega til þess í flestum tilvikum en helstu vandamálin sem gætu komið upp er að vatnið gæti innihaldið of lítinn styrk uppleystra efna. Í báðum tilfellum myndi henta mjög vel að nýta affallsvatn frá annarri nýtingu jarðhitans, t.d. raforkuframleiðslu með tvívökvatækni vegna hitastigs vatnsins.
  Aðrir nýtingarmöguleikar sem kanna þarf betur er útstreymi kolvetna sem mögulegt væri að nota sem orkugjafa og hitakærar örverur sem nota mætti í líftækni.
  Lykilorð: Jarðhiti, Öxarfjörður, tilapia, risarækja, heilsutengd ferðaþjónusta

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jarðhitioxarfirdi.pdf1.86 MBTakmarkaðurHeildartextiPDF
jarðhitioxarfirdi_e.pdf109.21 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
jarðhitioxarfirdi_h.pdf178.19 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
jarðhitioxarfirdi_u.pdf185.48 kBOpinnÚttekt á jarðhita í Öxarfirði með tilliti til atvinnusköpunar - útdrátturPDFSkoða/Opna