is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4400

Titill: 
 • Local adaptation and variation in life history reaction norms within the Icelandic cod stock
Titill: 
 • Staðbundin aðlögun og breytileiki í lífssögu og svörunarföllum innan íslenska þorskstofnsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjöldi rannsókna hafa sýnt að stofngerð fiska er oft flókin og samsett úr mörgum
  stofnum og undirstofnum sem einkennast af langtíma aðlögun einstaklinga að
  sínu nánasta umhverfi. Þorskurinn er lýsandi dæmi um slíkan fjölbreytileika en
  rannsóknir hafa sýnt að stofngerð hans einkennist af erfðafræðilega frábrugðnum
  undirstofnum og lífssöguhópum. Við Íslandsstrendur býr þorskurinn við breytileg
  umhverfisskilyrði. Á hafsvæðinu norður af landinu gætir áhrifa frá Arktískum kaldsjó
  en við suðurströndina er að finna hlýjan Atlantískan sjó. Hrygning á sér stað allt
  í kringum landið og klekjast þorsklirfurnar því við mismunandi umhverfisskilyrði,
  sérstaklega hvað varðar hitastig. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
  aðlögun þorsklirfa að mismunandi hitastigi. Framkvæmd var tilraun þar sem borinn
  var saman vaxtarhraði og lifun þorsklirfa frá norður- og suðursvæði. Lirfurnar voru
  aldar upp aðskildar í 60 daga við þrjú hitastig (4°C, 8°C, 12°C). Niðurstöður sýndu
  að svörun þorsklirfa við mismunandi hitastigi hvað varðar vöxt og lifun, var ekki sá
  sami hjá þorsklirfum að sunnan og að norðan. Þannig uxu þorsklirfur að norðan
  hraðar en þær að sunnan við hátt hitastig (12°C) en hægar við lágt hitastig (4°C).
  Munurinn við 12°C var hámarktækur á meðan munurinn við 4°C var á jaðri þess
  að vera marktækur. Ekki fannst marktækur munur á milli norðurs og suðurs við
  8°C. Dánartíðni þorsklirfa að norðan var lág við lægsta hitastigið en mjög há við
  hæsta hitastigið og lifði engin þeirra lengur en 35 daga við tólf gráður. Dánartíðni
  þorsklirfa að sunnan var hinsvegar há við lægsta hitastigið, og þær lifðu út tilraunina
  við hæsta hitastigið. Niðurstöður benda til þess að munur sé á vexti og lifun milli
  þorskungviðis frá norður- og suðursvæði við Ísland. Telja má líklegt að þessi munur
  sé tilkominn vegna svæðisbundinnar aðlögunar að breytilegu hitastigi.

Samþykkt: 
 • 4.2.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Thesis_Lisa_Anne_Libungan_fixed.pdf976.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna