is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44008

Titill: 
  • Fyrirmyndarmenn: Karlmennskuhugmyndir í Árbókum Lærða skólans á seinni hluta nítjándu aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á árunum 1874–1902 skrifuðu nemendur í Lærða skólanum það sem dreif á þeirra daga í bækur sem þeir kölluðu Árbækur Lærða skólans. Sögurnar sem birtast á síðum þessara bóka voru einungis ætlaðar skólapiltum til skemmtunnar síðar á lífsleiðinni þegar skólaárin voru orðin að fjarlægri fortíð. Háð og grín, góðlátlegt sem og illkvittið má sjá í skrifum piltanna, og er því ekki hægt að taka færslunum sem heilögum sannleik eða hlutlausri frásögn. Þar sem bókunum var ekki ætlað að koma fyrir augu annara en skólapilta, eru þær óvenjulegar og upp að vissu marki óritskoðaðar heimildir um skoðanir og viðhorf pilta til hvers annars og umhverfis síns.
    Í þessari rannsókn er efni Árbókanna notað til þess að skoða hugmyndir og viðhorf pilta til karlmennsku. Tvö fimm ára tímabil eru tekin til greiningar, fyrstu fimm árin sem Árbækurnar voru skrifaðar, 1874–1879, og síðustu fimm árin, 1897–1902. Markmiðið er að setja hugmyndir þeirra í samhengi við hugmyndir um karlmennsku í Vestur-evrópu og innanlands, og beita kenningum innan kynjafræða til þess að skapa mynd af skilningi skólapilta á karlmennsku. Í umhverfi þeirra var mikil áhersla lögð á sjálfsaga og siðferði karlmanna. Það var í senn hlutverk Lærða skólans og samfélagsins að gera úr þeim siðprúða og agaða menn sem áttu að geta ábygst bæði farsæld fjölskyldna sinna og þjóðarinnar. Slæmt siðferði gat dregið úr virðingu í þeirra garð og jafnvel framtíðareiginkvenna þeirra einnig. Því var það álitið mikilvægt að innræta piltana snemma með þessum hugmyndum, og gera þeim ljóst að þeir voru ábyrgir fyrir eigin hegðun. Í Árbókunum sést hvernig þeir halda tilgreindum gildum til haga og hvernig umhverfi þeirra gerir það líka. En þó að þessar hugmyndir hafi verið ríkjandi í umhverfi þeirra þá beittu þeir oft öðrum aðferðum til þess að sýna yfirburði sína, aðferðum sem almennt voru taldar ósiðlegar og gengu jafnvel gegn sjálfsaganum og siðprýpinni.
    Rannsóknin bendir til þess að piltar í Lærða skólanum voru að miklu leyti undanþegnir kröfum nítjándu aldar karlmennskunnar á meðan þeir voru ungir, ógiftir og í skóla. Sú undanþága virðist hafa enst sumum lengur en öðrum, því sumum karlmönnum var oft fyrirgefin ósæmileg hegðun langt fram á fullorðinsaldur. Þó að karlmennska sé talin tengjast völdum sterkum böndum, þá virðist meint fall sumra yfirstéttarkarlmanna ekki hafa haft veruleg áhrif á samfélagsstöðu þeirra.

Samþykkt: 
  • 10.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrirmyndarmenn Thorey Einarsdottir.pdf472,71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing thorey.pdf28,29 kBLokaðurYfirlýsingPDF