Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4401
Gáttatif er algengasta hjartsláttatruflunin eftir hjartaskurðaðgerð en orsakir þess eru ekki að fullu kunnar. Fyrri rannsóknir hafa bent til gagnsemi ómega-3 fjölómettaðra fitusýra (FÓFS), helstu fitusýrur
sjávarafurða, til að fyrirbyggja gáttatif eftir hjartaaðgerð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort skammtímameðferð með ómega-3 FÓFS hylkjum hafi áhrif á tíðni gáttatifs hjá sjúklingum eftir opna hjartaskurðaðgerð. Auk þess að kanna tengsl á hlut ómega-3 FÓFS í blóði við tilkomu gáttatifs, var tengsl þess við bólguþáttinn C-reaktív prótín (CRP)
kannað.Rannsóknin var framsýn, slembiröðuð, tvíblind, lyfleysustýrð klínísk rannsókn. n-3 FÓFS meðferð var hafin 5-7 dögum fyrir opna
hjartaskurðaðgerð. Blóðsýni voru tekin úr hverjum sjúklingi við upphaf meðferðar (grunngildi), rétt fyrir aðgerð og á þriðja degi eftir aðgerð. Heildarfituefni voru einangruð úr lípópróteinum, fosfólípíðin aðgreind frá öðrum fituefnum á þunnlagsskilju og fitusýrusamsetning fosfólípíða ákvörðuð í gasgreini. Styrkur CRP var mældur í upphafi meðferðar, rétt
fyrir aðgerð og eftir aðgerðina. Endapunktur var tilfelli gáttatifs sem
stóðu lengur en fimm mínútur samkvæmt hjartasírita.
Við meðferðina hækkaði hlutur ómega-3 FÓFS í plasma fosfólípíðum sjúklinga sem fengu virka meðferð en lækkaði hjá þeim sem
fengu lyfleysu. Enginn munur var á tilfellum gáttatifs þegar bornir voru
saman sjúklingarnir sem fengu ómega-3 FÓFS og þeirra sem fengu lyfleysu (54.2% á móti 54.1%). Sjúklingarnir sem fengu gáttatif voru
eldri (69 (45-82) ár á móti 65 (43-79) árum, P=0.001) og með lægri líkamsþyngdarstuðul (BMI) (26.7 (17.2-38.1) kg/m2 á móti 28.3 (20.9-
3
41.3) kg/m2, P<0.05) borið saman við þá sem ekki fengu gáttatif. Enginn munur var á hlut eikósapentaen sýru (EPA, 20:5n-3), dókósapentaen sýru (DPA, 22:5n-3), og dókósahexaen sýru (DHA, 22:6n-3) í plasma
fosfólípíðum milli hópanna tveggja á öllum tímapunktum, en þó var heildar hlutur ómega-3 FÓFS hærri á þriðja degi eftir aðgerð hjá þeim sem fengu gáttatif borið saman við þá sem ekki fengu gáttatif (P<0.05). Þeir
sjúklingar sem fengu gáttatif voru með hærri styrk CRP eftir aðgerð borið
saman við þá sem fengu ekki gáttatif (219.0 (36.0-471.0) mg/L á móti 195.0 (34.9-370.0) mg/L, P<0.05). Fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining sýndi að hækkandi aldur (OR (95% CI)=1.073 (1.033-1.114), hæsti
styrkur CRP eftir aðgerð (OR (95% CI)=1.006 (1.002-1.010) og aðgerð
önnur en einföld CABG aðgerð (OR (95% CI)=2.590 (1.133-5.921) spáðu fyrir um tilkomu gáttatifs eftir aðgerð. Hærri BMI (OR (95% CI)=0.896
(0.815-0.985) og reykingar (OR (95% CI)=0.405 (0.169-0.994) sýndu
hins vegar marktæk tengsl við lægri áhættu á gáttatifi eftir aðgerð.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skammtímameðferð
með ómega-3 FÓFS fyrir og eftir opna hjartaaðgerð hafi ekki áhrif á tíðni
gáttatifs hjá sjúklingum sem gangast undir opna hjartaskurðaðgerð. n-3
FÓFS meðferð hafið ekki lækkandi áhrif á styrk CRP eftir aðgerð hjá
sjúklingum með gáttatif. Aftur á móti styðja niðurstöðurnar fyrri
rannsóknir að bólga gæti átt þátt í meinmyndun gáttatifs eftir opna
hjartaskurðaðgerð.
Postoperative atrial fibrillation (POAF) is the most common cardiac
arrhythmia following an open heart surgery but its pathophysiology is complex and not fully understood. Studies have shown that marine n-3 polyunsaturated fatty acids (PUFA) might have a beneficial effect on the
risk of POAF. The aims of this study were to examine the effect of shortterm
n-3 PUFA treatment on the incidence of POAF in patients following open heart surgery. Furthermore, to investigate the association between n-3 PUFA levels in blood, the inflammatory marker C-reactive protein
(CRP) and POAF. This was a randomized, double-masked, placebo-controlled, clinical trial. n-3 PUFA treatment was initiated 5-7 days prior to surgery.
Blood samples were obtained from each patient at baseline, immediately before surgery (preoperatively) and on the third postoperative day. Total
lipids were extracted from lipoproteins, phospholipids (PL) separated
from other lipid components on a thin-layer chromatography plate, and
the fatty acid composition determined by using a gas chromatograph.
CRP was measured at baseline, pre-and postoperatively. The study
endpoint, POAF, was defined as an episode lasting more than five
minutes by continuous electrocardiographic monitoring.
The short-term n-3 PUFA treatment increased the n-3 PUFA
levels in plasma PL of the patients the active treatment group (n-3 PUFA
group) but the levels decreased in the placebo group. No difference in the
incidence of POAF was observed between the n-3 PUFA and placebo
groups (54.2% versus 54.1%, respectively). The patients who developed
POAF (POAF group) were older (69 (45-82) years versus 65 (43-79)
5
years, P=0.001) and their body mass index (BMI) was lower (26.7 (17.2-
38.1) kg/m2 versus 28.3 (20.9-41.3) kg/m2, P<0.05) compared to those
who did not develop POAF (no POAF group). At all the three time
points, no differences were found in the proportions of eicosapentaenoic
acid (EPA, 20:5n-3), docosapentaenoic acid (DPA, 22:5n-3), and
docosahexaenoic acid (DHA, 22:6n-3) in plasma PL between the two
groups, except for the total n-3 PUFA proportion at the third
postoperative day which was higher in the POAF group compared to the
no POAF group (P<0.05). The peak postoperative CRP concentration
was higher in the POAF group compared to the no POAF group (219.0
(36.0-471.0) mg/L versus 195.0 (34.9-370.0) mg/L, respectively, P<0.05).
Multivariable logistic regression analysis showed that advanced age (OR
(95% CI)=1.073 (1.033-1.114), peak postoperative CRP concentration
(OR (95% CI)=1.006 (1.002-1.010) and operative procedure, other than a
simple CABG (OR (95% CI)=2.590 (1.133-5.921), were predictors of
POAF. Higher BMI (OR (95% CI)=0.896 (0.815-0.985) and smoking
(OR (95% CI)=0.405 (0.169-0.994) were however, associated with a lower risk of developing POAF.
In conclusion, this study indicates that short-term use of n-3 PUFA supplements prior and post an open heart surgery does not reduce the risk of POAF. n-3 PUFA treatment was not found to have beneficial effects
on lowering peak postoperative CRP levels in patients with POAF. However, this study supports the notion that inflammation may play a role in the pathogenesis of POAF.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
n-3 PUFA and the risk of postoperative atrial fibrillation .pdf | 2.31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |