is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44017

Titill: 
  • Hrumleiki hjá eldra fólki Hjúkrunargreiningum og -meðferð varpað yfir í ICNP
  • Titill er á ensku Frailty among elderly people Nursing diagnosis and nursing interventions mapped in ICNP
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Öldrun þjóðar hefur leitt af sér aukningu í rannsóknum sem hafa það markmið að finna leiðir til að stuðla að farsælli öldrun. Eitt þeirra viðfangsefna er hrumleiki, heilkenni sem endurspeglar aukna og óútskýrða skerðingu varaafls og viðnáms líkamans við álagsþáttum. Algengi hrumleika eykst með hækkandi aldri en er ekki hluti af eðlilegu öldrunarferli heldur afleiðing uppsafnaðs taps á fjölþættum lífeðlisfræðilegum ferlum sem saman hafa áhrif á líkamlega, vitsmunalega, félagslega og andlega þætti einstaklingsins. Hrumleiki hefur áhrif á öldrunarferlið, ýtir undir fötlun og skerðir lífslíkur einstaklinga, en með viðeigandi meðferðum er hrumleiki viðsnúanlegt ástand. Hjúkrunarfræðingar eru lykilaðilar í að draga úr líkum á þróun hrumleika, greina og veita viðeigandi inngrip og meðferðir. Til þess að geta sinnt margbreytilegum þörfum hrumra þurfa hjúkrunarfræðingar áreiðanlegt og skipulagt flokkunar- og skráningarkerfi til að halda utan um og auðvelda notkun heilbrigðisgagna.
    Markmið: Markmið þessa verkefnis var að draga saman niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið um hrumleika. Úr fræðilegri umfjöllun voru dregnar saman hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferðir sem eiga við um einstaklinga með hrumleika. Að því loknu var lagt mat á hvernig skráningarkerfi ICNP nær yfir fjölbreyttar þarfir einstaklinga sem glíma við hrumleika.
    Aðferðir: Hjúkrunargreiningar og meðferðir voru dregnar úr fræðilegri umfjöllun um hrumleika og settar upp í töflur. Töflurnar voru flokkaðar í fimm þemu en þau eru: líkamlegur og lífeðlisfræðilegur hrumleiki, færniþættir, hugrænir og tilvistarlegir þættir, heilbrigði, lífstíll og öryggi og að lokum fjölskylda og umhverfi. Leitað var í gagnagrunni ICNP alþjóðahjúkrunarskráningarkerfinu og parað við viðeigandi greiningar og meðferðir. Til að fá niðurstöður um samsvörun orða og hugtaka við ICNP var vörpunin metin út frá fjórum þrepum.
    Niðurstöður Alls fundust 115 hjúkrunargreiningar (n) og 62 hjúkrunarmeðferðir (n) sem var varpað yfir í ICNP. Af heildarfjölda hjúkrunargreininga var fullkomleg vörpun 47.83% (n=55), merkingarleg vörpun var 30.43% (n=35), vörpun að hluta til var 15.65% (n=18) og engin samsvörun við ICNP var 6.09% (n=7). Af heildarfjölda hjúkrunarmeðferða var fullkomin vörpun, 9.68% (n=6), merkingarleg vörpun var 37.10% (n=23), vörpun að hluta til var 37.10% (n=23) og engin samsvörun við ICNP var 16.13% (n=10).
    Ályktun: Margar hjúkrunargreiningar sem tengjast hrumleika eru nú þegar til í ICNP en þar sem heilkennið hefur víða mikil áhrif á marga þætti sem einnig geta orsakast af öðrum sjúkdómum og heilsufarsbrestum er þörf á að skoða gagnreyndar hjúkrunarmeðferðir sem nú þegar eru til og rannsaka þær í tengslum við hrumleika. Þörf er á að bæta við hjúkrunargreiningunni „hrumleiki” og „hætta á hrumleika” til þess að heilkennið fái frekari athygli og að staðlaðir verkferlar við hrumleika verði notaðir í auknum mæli.
    Lykilorð: ICNP, Hjúkrunarskráning, Hrumleiki, Hjúkrunarþarfir, Hjúkrunargreiningar, Hjúkrunarmeðferðir.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: The aging population has led to an increase in research aimed at finding ways to promote healthy aging. One of the topics being investigated is frailty, a syndrome that reflects increased and unexplained impairment of the body´s reserve and resilience to stressors. The prevalence of frailty increases with age but is not part of the normal aging process; rather, it is the result of accumulated loss across multiple physiological processes that together affect an individuals physical, cognitive, social and spiritual aspects. Frailty impacts the aging process, contributes to disability, and reduces life expectancy, but with appropriate interventions it is a reversible condition. Nurses play a key role in reducing the likelihood of frailty development, identifying it, and providing appropriate interventions and treatments. To address the diverse needs of frail individuals, nurses need a reliable and organized classification and record-keeping system to manage and facilitate the use of health data.
    Objective: The purpose of this research was to compile research findings on frailty. From the literature review, nursing diagnosis and nursing interventions related to individuals with frailty were identified. Following that, an assessment will be made of how well the ICNP record-keeping system covers the diverse needs of individuals dealing with frailty.
    Methods: Nursing diagnosis and intervention concepts were extracted from a literature review on frailty and organized in tables. The tables were categorized into five themes: physical and physiological frailty, functional factors, cognitive and existential factors, health, lifestyle and safety, and finally, family and environment. The ICNP international nursing record-keeping database was searched, and relevant diagnoses and interventions were matched. To obtain results on the correspondence of words and concepts to ICNP, the mapping was assessed based on four steps.
    Results: In total, 115 nursing diagnoses (n) and 62 nursing interventions (n) were mapped to ICNP. Of the total number of nursing diagnoses, complete fit was 47.83% (n=55), semantical fit was 30.43% (n=35), partial fit was 15.65% (n=18), and no fit with ICNP was 6.09% (n=7). Of the total number of nursing interventions, complete fit was 9.68% (n=6), semantical fit was 37.10% (n=23), partial fit was 37.10% (n=23), and no fit with ICNP was 16.13% (n=10).
    Conclusion: Many nursing diagnoses related to frailty are already available in ICNP, but since the syndrome has a significant impact on various aspects that can also be caused by other diseases and health deficiencies, there is a need to examine evidence-based nursing interventions currently available and investigate them in relation to frailty. It is necessary to add nursing diagnoses for "frailty" and "risk of frailty" to ensure the syndrome receives further attention and standardized procedures for frailty are increasingly utilized.
    Key words: ICNP, Nursing documentation, Frailty, Nursing needs, Nursing diagnoses, Nursing intervention.

Samþykkt: 
  • 10.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_undirritað.pdf429.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hrumleiki hjá eldra fólki.pdf665.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna