is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4402

Titill: 
  • Jarðhnik í Kelduhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins voru tvíþætt; annarsvegar að kortleggja sprungusveim Þeistareykja á landi og hafsbotni og tengja þær niðurstöður saman til að fá heildstæða mynd af Þeistareykjakerfinu, og hinsvegar að kortleggja ummerki eftir jarðskjálftann sem varð í Kelduhverfi 25. janúar 1885 og reyna að meta hverskonar jarðskorpuhreyfingar áttu sér stað.
    Framkvæmd var rannsókn sem fólst í kortlagningu eftir loftmyndum, gervihnattamyndum og gögnum úr fjölgeislamælingum. Kannaðar voru sögulegar heimildir og tekin viðtöl við fyrrverandi og núverandi ábúendur á bæjum í Kelduhverfi.
    Niðurstöður kortlagningar er kort af sprungusveim Þeistareykjakerfisins frá Hólasandi norður á hafsbotn í vestanverðum Öxarfirði. Kortið sýnir að samfelld siggengi liggja eftir vesturjaðri sprungusveimsins frá Lambafjöllum norður í Öxarfjörð og fjöldi gjáa
    eftir sigdæld sem liggur eftir miðju Þeistareykjakerfinu, að undanskildu því svæði þar
    sem Húsavíkur-Flateyjarkerfið gengur inn í sprungusveiminn. Niðurstöður kortlagningar á ummerkjum eftir jarðskjálftann 1885 sýna að miklar skemmdir og landbreytingar urðu af hans völdum í vestanverðu Kelduhverfi, frá Lónum að Víkingavatni. Kortlagningin ásamt samtölum við heimamenn og sögulegar heimildir gefa til kynna að um gliðnunarhreyfingar hafi verið að ræða með mögulegu kvikuhlaupi til norðurs frá miðju Þeistareykjakerfisins á sama hátt og kvikuhlaup frá Kröflu orsakaði Kópaskersskjálftann 1976.

Styrktaraðili: 
  • Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
Samþykkt: 
  • 4.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SIGGAMAGG2_fixed.pdf5.37 MBLokaðurHeildartextiPDF