is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4403

Titill: 
  • „Minn sannleikur.“ Upplýsingahegðun græðara og áhugafólks um óhefðbundnar heilsumeðferðir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir vaxandi ástundun óhefðbundinna heilsumeðferða hefur upplýsingahegðun fólks, sem veitir eða þiggur slíkar meðferðir, verið lítt könnuð. Markmið þessarar rannsóknar fólst í að bregða ljósi á upplýsingaþarfir, upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun meðal græðara og áhugafólks um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Jafnframt var leitast við að draga fram þætti í persónuleika og umhverfi þátttakenda sem höfðu áhrif á upplýsingahegðun þeirra.
    Rannsóknin byggði á aðferðum eigindlegra rannsókna. Í viðtölum við átta þátttakendur var skyggnst í sjónarmið og reynslu þeirra áður og eftir að þeir hófu störf sem græðarar. Ein þátttökuathugun var gerð á heilsusetri græðara.
    Helstu niðurstöður voru að áhugi á óhefðbundnum heilsumeðferðum og þörf fyrir heilsubót reyndust meginhvatar að baki upplýsingaöflunar þátttakenda. Í byrjun rákust viðmælendur einkum á upplýsingar um óhefðbundar heilsumeðferðir af tilviljun, í samtölum við ættingja og vini og í umfjöllun fjölmiðla. Þau kynni leiddu til þess að sjö af átta þátttakendum luku námi í mismunandi tegundum heilsumeðferða og hófu störf sem græðarar. Í kjölfar þess varð upplýsingaöflun markvissari og beindist að hagnýtum upplýsingum sem komu þátttakendum að beinum notum í starfi. Þeir leituðu fanga í formi reynslu, í samræðum, á netinu, í bókum og sóttu fyrirlestra og námskeið en höfðu takmörkuð kynni af bókasöfnum eða rafrænum gagnasöfnum. Þátttakendur miðluðu einnig upplýsingum í tengslum við græðarastarfið. Upplýsingamiðlun fór bæði fram í persónulegri ráðgjöf til skjólstæðinga og í kynningum á opinberum vettvangi. Gagnagreining leiddi í ljós að upplýsingaleit og upplýsingamiðlun þátttakenda var ýmsum takmörkunum háð. Allflestir höfðu mætt harðri gagnrýni meðal almennings, lækna og hjúkrunarfræðinga. Það leiddi til þess að menn fóru gætilega í allri umræðu um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Sem dæmi um það forðuðust þátttakendur að bera þessi málefni undir heilbrigðisstarfsfólk og greina mátti ríka tilhneigingu þátttakenda til þess að halda uplýsingaleit og upplýsingamiðlun innan sinna vébanda.

Samþykkt: 
  • 4.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
doc_fixed.pdf537.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna