is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4404

Titill: 
  • Áhrif lidocaines í æð á hjarta, blóðrás og bólguþætti í blóði hjá heilbrigðum rottum
Útdráttur: 
  • Lidocaine er vel þekkt sem staðdeyfilyf og hefur einnig verið gefið í æð, til dæmis við hjartsláttaróreglu. Í ljós hefur komið að lyfið getur virkað vel gegn sársauka í brunasjúklingum sé það gefið í æð. Í þessari rannsókn voru áhrif lidocaines á blóðþrýsting, hjartsláttartíðni og bólguþætti í blóði könnuð í heilbrigðum rottum. 20 rottur voru notaðar í rannsókninni og fékk helmingur þeirra lidocaine en hinn helmingurinn lyfleysu (NaCl lausn). Gefinn var bolus (2 mg/kg) og var inndæling (1 mg/kg•klst) á lyfinu í 30 mínútur. Blóðsýni var tekið bæði fyrir og eftir lyfjagjöf (1 ml í hvort skipti). Blóðsýnin voru send til Svíþjóðar og bólguþættir greindir þar. Niðurstöður fyrir bólguþætti höfðu ekki borist þegar skýrslan var skrifuð. Í ljós kom að lidocaine hefur ekki áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttartíðni í heilbrigðum rottum.

Samþykkt: 
  • 5.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4404


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
avb_lidoritgerd_loka_fixed.pdf453.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna