is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44045

Titill: 
  • Almenningsálit á hernámsárum. Ástandið í minningum og fræðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður álit Íslendinga í heimsstyrjöldinni síðari, hvað varðar „ástandið“ svokallaða, tekið til skoðunar. Hér er um að ræða samneyti kvenna við hermenn og hið samfélagslega uppnám sem því fylgdi, þar með talið ótta um hreinleika þjóðernisins og framtíð Íslands. Síðan 1984 hafa fræðimenn greint orðræðu og blaðaumræðu hernámsáranna og haldið fram ýmsum kenningum um almenningsálitið í garð ástandsins en hér er því velt upp að þjóðernisleg orðræða hafi verið af pólitísku meiði fremur en menningarlegum. Viðtekin viðhorf um samneyti kvenna við hermenn voru þá ekki sprottin úr jarðvegi þjóðarvitundar heldur pólitískrar stefnu með fulltingi fjölmiðla.
    Fræðimenn hafa leitt rök að því að þjóðerniskenndar hugmyndir voru hluti af herferð stjórnvalda til að breyta almenningsálitinu, en vegna þess að ósamstaða ríkti innan stjórnarinnar sjálfrar um ástandsmálin er óljóst hvort sú herferð hafi átt erindi sem erfiði. Til þess að sýna fram á þetta verður farið yfir viðhorf og álitamál til ástandsins úr endurminningum og ævisögum frá 1941-1990 sem varpa ljósi á það almenningsálit sem ríkti áður en fræðimenn hófust handa við kenningafræðilegar rannsóknir. Fræðilegi bakgrunnurinn verður síðan skoðaður frá 1984-2019 til að greina þróunina og reifa rökstuðning fræðimanna. Rannsóknin leitaðist við að svara því hvert almenningsálitið var með því að greina vitnisburði þeirra fjölmörgu einstaklinga sem svöruðu spurningaskrá 73 um hernámsárin frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands árið 1990.
    Niðurstöður rannsóknar um almenningsálitið eins og það birtist í safni Þjóðháttadeildar eru ekki afgerandi en ályktunin er sú að það var til staðar hugarmisræmi og hugmyndafræðileg togstreita þrátt fyrir almenna fyrirlitningu á umgengni við setuliðið. Vitnisburðir sýndu að viðhorf til ástandsins gátu verið misjöfn og flókin á hernámsárunum. Frásagnir af fordómum og ósætti í garð kvenna eru þó nokkrar en ekki fundust miklar vísbendingar fyrir því að þjóðernishyggja hafi komið ástandinu við í hugum þessa fólks. Skortur á vísbendingum er áhugaverður í sjálfum sér og gefur ástæðu til að ígrunda forsendur almenningsálitsins, sem er meginatriðið í þessari ritgerð.

Samþykkt: 
  • 10.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir Skemmuna-Ólafur_Einar_Ólafarson.pdf182.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ólafur_Einar_Ólafarson_Almenningsálit_á_hernámsárum_BA-ritgerð_.pdf506.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna