en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/44047

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif einmanaleika á hjarta- og æðasjúkdóma. Fræðileg samantekt
 • The effects of loneliness on cardiovascular disease. A systematic review
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Einmanaleiki er útbreitt vandamál í heiminum og er talið að einn af hverjum þremur eldri borgurum finni fyrir einmanaleika. Rannsóknir hafa sýnt að einmanaleiki og félagsleg einangrun hafa margvísleg neikvæð áhrif á heilsu. Þessir þættir geta haft áhrif á sjúkdóma, líkamlega heilsu og sálfélagslega líðan sem geta haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér.
  Tilgangur: Í fyrsta lagi var skoðað hvort einmanaleiki sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdómum og í öðru lagi var skoðað hvort einmanaleiki hafi áhrif á framgang hjarta- og æðasjúkdóma.
  Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt þar sem notast var við gagnabankana Pubmed og Scopus við leit að rannsóknum. Leitað var að megindlegum og eigindlegum rannsóknum sem birtar voru á árunum 2018-2023. Einungis voru skoðaðar greinar sem fjölluðu um áhrif einmanaleika og/eða félagslega einangrun á hjarta- og æðasjúkdóma, eða dánartíðni af völdum allra orsaka.
  Niðurstöður: Tólf rannsóknir stóðust inntökuskilyrðin. Þrjár rannsóknir voru gerðar í Englandi, tvær í Danmörku, tvær í Ástralíu, ein í Finnlandi, ein í Svíþjóð, ein í Þýskalandi, ein í Taívan og ein í Bandaríkjunum. Ellefu af 12 rannsóknum komust að þeirri niðurstöðu að einmanaleiki getur haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma bæði sem áhættuþáttur og á framgang þeirra. Svo virtist sem einstaklingar sem eru einmana væru líklegri til þess að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en þeir sem væru ekki einmana. Rannsóknirnar sýna einnig að mikill einmanaleiki tengdist meiri áhættu á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma.
  Ályktun: Niðurstöður samantektarinnar sýna að mikilvægt er að skoða einmanaleika líka sem áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknirnar eru nýlegar og mikilvægt að þessi þekking komist til skila til hjúkrunarfræðinga og þeir þekki til skaðlegra áhrifa slæmrar félagslegrar heilsu.
  Lykilorð: Einmanaleiki, félagsleg einangrun, hjarta- og æðasjúkdómar, áhættuþættir, framgangur sjúkdóma, félagsleg heilsa, sálfélagslegir þættir, hjúkrun.

 • Background: Loneliness has been identified as a widespread problem all around the world. It has been shown that one in every three elderly citizens is thought to feel lonely. Studies have shown that loneliness and social isolation have a variety of negative health effects. These factors can affect disease, physical health and psychosocial well-being, which can have various negative consequences.
  Purpose: To assess whether loneliness is a risk factor for cardiovascular diseases and whether loneliness has an effect on the progression of cardiovascular diseases.
  Method: A systematic review was conducted where authors used Pubmed and Scopus databases to find research articles. Quantitative and qualitative studies published in 2018-2023 were selected. Only articles that discussed the effects of loneliness and/or social isolation on cardiovascular disease, or all-cause mortality were examined.
  Results: Twelve studies met the set criteria. Three articles were published in England, two in Denmark, two in Australia, one in Finland, one in Sweden, one in Germany, one in Taiwan and one in the United States. Eleven of the 12 studies concluded that loneliness can affect cardiovascular diseases, both as a risk factor and on its progression. It seems that lonely individuals are more likely to die from cardiovascular diseases than those who are not lonely. These studies also show that extreme loneliness can increase individuals’ chances of developing cardiovascular diseases.
  Conclusion: The results of this systematic review show the importance of looking at loneliness as one of the risk factors for cardiovascular diseases. The studies are recent and show that it is important to deliver the knowledge they portray to nurses and for the nurses to recognize the negative affects poor social health has.
  Keywords: Loneliness, social isolation, cardiovascular diseases, risk factors, disease progression, social health, psychosocial factors, nursing.

Accepted: 
 • May 10, 2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44047


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif einmanaleika á hjarta- og æðasjúkdóma SKEMMA.pdf994.81 kBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlysing BKÞ.pdf204.57 kBLockedDeclaration of AccessPDF