is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4405

Titill: 
  • Athugun á íslenskri þýðingu viðhorfalistans Survey of Pain Attitudes (SOPA)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar viðhorfalistans Survey of Pain Attitudes (SOPA) voru kannaðir. SOPA er 57 atriða sjálfsmatskvarði sem metur verkjaviðhorf sjúklinga. Áreiðanleiki, réttmæti og þáttabygging listans var athuguð. Til að meta hugsmíðaréttmæti útgáfunnar voru tengsl undirkvarða listans við önnur sálfræðileg mælitæki könnuð, þau eru þunglyndiskvarði Becks (BDI), kvíðakvarði Becks (BAI) og stytt útgáfa persónuleikaprófs Eysencks. Úrtakið samanstóð af 103 sjúklingum sem sóttu meðferð á Reykjalund endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Áreiðanleikastuðlar undirkvarða SOPA voru flestir viðunandi eða á bilinu 0,61-0,75 . Niðurstöður þáttagreiningar leiddu í ljós óljósa þáttabyggingu listans sem er í samræmi við niðurstöður annarra rannsakenda. Þær réttmætisathuganir sem gerðar voru í rannsókninni studdu réttmæti SOPA. Að auki reyndust meðalskor þátttakenda í samræmi við þau meðalskor sem fram hafa komið í bandarískum rannsóknum í sambærilegum hópum. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru fáir þátttakendur og ójafnt kynjahlutfall þar sem konur voru í miklum meiri hluta eða 67% þátttakenda. Hvað framtíðarannsóknir snertir væri áhugavert að kanna áreiðanleika útgáfunnar í stærra úrtaki ásamt samleitniréttmæti.

Samþykkt: 
  • 5.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla_BS_fixed.pdf454.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna