en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44050

Title: 
  • Title is in Icelandic Áframhaldandi viðskipti við viðskiptabanka: Hvaða skýringarþættir kenningarinnar um skipulagða hegðun skýra áform viðskiptavina um áframhaldandi viðskipti við sinn viðskiptabanka?
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vegna samkeppnisumhverfis á bankamarkaði er nauðsynlegt fyrir banka að viðhalda langtímasambandi og tryggð viðskiptavina. Tryggir viðskiptavinir hafa áform um að halda áfram viðskiptum við fyrirtæki og velja meðvitað að eiga viðskipti við ákveðið fyrirtæki fram yfir annað. Af þeirri ástæðu má velta fyrir sér hvað skýrir þá hegðun viðskiptavina að halda áfram viðskiptum við sinn viðskiptabanka. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áform einstaklinga til að halda áfram viðskiptum við sinn viðskiptabanka út frá áhrifaþáttum kenningarinnar um skipulagða hegðun. Kenningin um skipulagða hegðun segir að hegðun ráðist af áformum einstaklings um að framkvæma hegðun og áformin ákvarðist af þremur áhrifaþáttum: viðhorfi til hegðunar, huglægu mati á venjum og skynjaðri stjórnun hegðunar. Viðhorf til hegðunar segir til um hversu jákvæður eða neikvæður einstaklingur er gagnvart því að framkvæma tiltekna hegðun. Með huglægu mati á venjum er átt við hvað einstaklingur telji að fólk sem skiptir hann máli vilji að viðkomandi geri í sambandi við tiltekna hegðun. Skynjuð stjórnun er sú trú einstaklings að möguleikinn og litlar hindranir séu til staðar að framkvæma tiltekna hegðun.
    Alls tóku 486 einstaklingar þátt í könnun sem var sett fram á samfélagsmiðlinum Facebook. Niðurstöður leiddu í ljós að skýra megi áform svarenda um áframhaldandi viðskipti við sinn viðskiptabanka með viðhorfi til hegðunar. Sá þáttur hefur sterkasta skýringarmáttinn af áhrifaþáttunum þremur. Einnig má skýra áformin út frá huglægu mati á venjum, en skynjuð stjórnun hegðunar hefur hins vegar neikvæð áhrif á áformin. Niðurstöður sýndu einnig að svarendur virðast töluvert líklegir til að halda áfram viðskiptum við sinn viðskiptabanka. Rannsókn þessi er mikilvæg fyrir banka til að skilja hvað liggur að baki þeirri hegðun viðskiptavina að halda áfram viðskiptum við banka eða ekki. Hagnýtt gildi hennar felst í því að stjórnendur banka geta með því að vera upplýstir um líklega skýringarþætti áforma um áframhaldandi viðskipti nýtt sér þá þekkingu til að hafa áhrif á hegðun viðskiptavina og þannig lagt viðeigandi áherslur í markaðsstarfi sínu út frá því hver sterkasti skýringarþátturinn er.

Accepted: 
  • May 10, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44050


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meistararitgerð_Birna Ósk Harðardóttir.pdf812.67 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_Yfirlysing_BirnaOsk.pdf1.03 MBLockedDeclaration of AccessPDF