Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44064
Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á kosti þess að nota hvítsmára í landbúnaði, sérstaklega í þeim tilgangi að lækka áburðarkostnað. Þörfin fyrir að finna aðrar ræktunaraðferðir í stað þeirra hefðbundnu hefur aldrei verið meiri í ljósi þeirra umhverfisbreytinga sem Jarðarbúar standa frammi fyrir. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að athuga hver áhrif sáningar á hvítsmára væru á tegundafjölbreytni, lífmassa og jarðvegseinleika túna miðað við hefðbundnar ræktunaraðferðir. Til þess voru tvö tún við svipaðar umhverfisaðstæður valin, annars vegar tún þar sem hvítsmára var sáð árið 1947, hins vegar tún þar sem hefðbundum ræktunaraðferðum hafði verið beitt yfir sama tímabil. Gróðurþekja allra æðplantna var metin og uppskera og jarðvegseiginleikar mældir. Hnitun (NMDS) sýndi skýran mun á tegundasamsetningu plöntusamfélaga túnanna. Tegundaauðgi og fjölbreytni ásamt jarðvegsraka var marktækt hærri á smáratúninu en í hefðbundna túninu og hlutfall lífræns magns jarðvegs var töluvert hærra á smáratúninu. Hins vegar var bæði hæð gróðurþekjunnar og uppskera meiri í hefðbundna túninu. Niðurstöðurnar gefa sterka vísbendingu um að sáning hvítsmára, engin notkun tilbúins áburðar og lítið jarðvegsrask hafi jákvæð áhrif á tegundafjölbreytni og jarðvegseiginleika túna á kostnað uppskeru.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.Þórný.pdf | 157,1 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Bs.ritgerð.Þórný.Þorsteinsdóttir.pdf | 992,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |