Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44082
Bakgrunnur: Tækninýjungar leiða til breytinga á heilbrigðisþjónustu og kennsluaðferðum í heilbrigðisvísindum. Menntun heilbrigðisstarfsfólks leggur grunninn að þekkingu og klínískri færni. Því er mikilvægt að þróa kennsluaðferðir í takt við tækninýjungar til að stuðla að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu. Möguleikar sýndarveruleika eru fjölþættir og aukast samhliða tækniþróun. Mörgum spurningum um notkun sýndarveruleika í kennslu er ósvarað og þörf á frekari rannsóknum.
Tilgangur: Samþætta niðurstöður úr rannsóknum um ávinning sýndarveruleika í kennslu innan heilbrigðisvísinda, ásamt því að skoða kosti og ókosti kennsluaðferðarinnar. Einnig að skýra frá reynslu hjúkrunarfræðinemenda af notkun sýndarveruleika í kennslu.
Aðferð: Fræðileg samantekt úr niðurstöðum rannsóknargreina sem birtar voru á árunum 2018–2023 um notkun sýndarveruleika í kennslu. Kerfisbundin heimildaleit fór fram í rafræna gagnagrunninum PubMed frá janúar 2023 til apríl 2023. PRISMA flæðirit var notað til að lýsa heimildavinnu.
Niðurstöður: Sýndarveruleiki er sveigjanleg og fjölbreytt kennsluaðferð sem virðist hentug til að efla þekkingu, gagnrýna hugsun og klíníska ákvörðunartöku. Einnig stuðlar hún að öruggu námsumhverfi fyrir nemendur til þjálfunar í klínískri færni, þverfaglegri teymisvinnu og samskiptahæfni. Sýndarveruleiki gefur nemendum í heilbrigðisvísindum tækifæri til að venjast tilfinningalega erfiðum klínískum aðstæðum áður en þeir hefja störf. Niðurstöður sýndu að tæknilegar takmarkanir hafa neikvæð áhrif á gæði kennsluaðferðarinnar. Sumir nemendur upplifa einnig óþægileg líkamleg einkenni við notkun sýndarveruleika. Niðurstöður voru misvísandi varðandi kostnað og þörf fyrir viðveru leiðbeinanda. Sýndarveruleiki virðist bæta námsárangur hjúkrunarfræðinemenda og finnst þeim kennsluaðferðin ánægjuleg, lærdómsrík og gagnleg til að skapa eftirminnilegt námsumhverfi. Ályktun: Sýndarveruleiki styður vel við núverandi kennsluaðferðir í heilbrigðisvísindum. Niðurstöður gefa upplýsingar um hvort innleiðing sýndarveruleika sé æskileg. Þá eru rannsóknir á hvernig haga skal innleiðingu mikilvægar. Frekari rannsóknir á notkun sýndarveruleika í kennslu er þörf.
Lykilorð: Virtual reality, teaching method, health sciences, virtual reality health education, virtual reality nursing education.
Background: Technological innovations lead to changes in healthcare and teaching methods within health sciences. The foundation for knowledge and clinical skills of health care professionals lies in education. Therefore, it is important to develop teaching methods alongside technological innovations hence promoting quality and safety in health care. Virtual reality‘s possibilities are multifaceted and increase alongside technological development. Many questions remain unanswered about virtual reality‘s use in teaching and further research is needed.
Purpose: Integrating research results on the benefits of virtual reality in teaching within health sciences in addition to examining its advantages and disadvantages. Moreover, disclosing nursing students‘ experience with the use of virtual reality in education.
Method: Systematic review of research articles‘ results published in 2018–2023 on the use of virtual reality in teaching. A systematic literature search was conducted in the PubMed database from January 2023 to April 2023. A PRISMA flow chart describes the literature process.
Results: Virtual reality is a flexible and versatile teaching method that can enhance knowledge, critical thinking, and clinical decision-making. It offers a safe learning environment for health science students to practice their clinical skills, interdisciplinary teamwork, and communication skills. Furthermore, virtual reality allows them to adjust to emotionally challenging clinical situations. Results showed that technical limitations weaken the teaching method‘s quality. Some students also experience unpleasant physical symptoms. Results were conflicting regarding the cost and need for the presence of a mentor. Virtual reality seems to be able to improve academic performance of nursing students and generally they find the teaching method enjoyable, instructive, and useful for creating a memorable learning environment.
Conclusion: Virtual reality supports current health science teaching methods. Results provide information on the desirability of implementing virtual reality. Research on implementation management is also important. Further research on virtual reality use in teaching is needed.
Keywords: Virtual reality, teaching method, health sciences, virtual reality health education, and virtual reality nursing education.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Notkun sýndarveruleika í kennslu heilbrigðisvísindanemenda. Raunveruleg tækifæri í nýjum veruleika. Fræðileg samantekt - skil á Skemmu.pdf | 491,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing - BS verkefni.pdf | 720,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing |