is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44088

Titill: 
  • Nokkrar hljóð- og stafsetningarbreytingar í íslensku Z > s(s), é > ie > je og y, ý, ey > i, í, ei
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá því á 12. öld, þegar Fyrsta málfræðiritgerðin var sett saman, hefur íslensk stafsetning tekið allmiklum breytingum sem orsakast af því að hljóðgildi ýmissa stafa hafa breyst. Þannig stóð é fyrir upprunalega langt einhljóð sem seinna breyttist í stígandi tvíhljóð og hafði sú þróun í för með sér ritháttarbreytinguna é > ie > je. Einnig missti y (ý, ey) hljóðgildið sitt og rann saman við i (í, ei), þó hefur y ekki horfið úr íslenskri stafsetningu eins og z. Notkun z hefur verið mjög á reiki í gegnum aldirnar; höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar hafnaði stafnum en Íslendingar héldu samt áfram að nota hann, jafnvel löngu eftir að hann missti hljóðgildið sitt. En árið 1974 var ákveðið að fella z brott úr íslenskri stafsetningu og hefur hún því ekki verið notuð síðan í opinberum textum, þótt sumir hafi haldið henni allt til þessa dags. Í þessari ritgerð verða áðurnefndar breytingar ræddar og í því sambandi hugað að orsakatengslum hljóðbreytinga og stafsetningarbreytinga.

Samþykkt: 
  • 10.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nokkrar hljóð- og stafsetningarbreytingar í íslensku.pdf416.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf42.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF